Aðgerðir á húsnæðismarkaði séu að bera árangur

Vextir á Íslandi | 30. ágúst 2022

Aðgerðir á húsnæðismarkaði séu að bera árangur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að varast beri að draga of miklar ályktanir af því að verðbólga hafi nú lækkað niður í 9,7 prósent, en þó séu það jákvæð teikn um framhaldið.

Aðgerðir á húsnæðismarkaði séu að bera árangur

Vextir á Íslandi | 30. ágúst 2022

„Þetta er jákvætt en við skulum varast að draga of …
„Þetta er jákvætt en við skulum varast að draga of miklar ályktanir,“ segir Katrín. mbl.is/Hákon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að varast beri að draga of miklar ályktanir af því að verðbólga hafi nú lækkað niður í 9,7 prósent, en þó séu það jákvæð teikn um framhaldið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að varast beri að draga of miklar ályktanir af því að verðbólga hafi nú lækkað niður í 9,7 prósent, en þó séu það jákvæð teikn um framhaldið.

„Það eru auðvitað jákvæð teikn ef við sjáum það að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til séu farnar að bera árangur, að aðgerðir Seðlabankans á húsnæðismarkaði beri árangur og að markaðurinn sé að verða stöðugri,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

„Húsnæðismarkaðurinn er mjög stór þáttur í því sem hefur drifið áfram verðbólgu, við erum hins vegar líka stödd í ákveðnu alþjóðlegu samhengi þar sem verðbólga fer með himinskautum, bæði austan hafs og vestan, þannig að þetta er ekki eingöngu innanlandsmál.“

Lækkun á olíuverði og ró á húsnæðismarkaði

„Við erum með þessi jákvæðu teikn að það sé að komast ákveðin ró á húsnæðismarkaðinn sem mögulega hefur eitthvað að segja inn í þetta, ásamt lækkandi olíuverði.“

Telur hún að aðgerðir sem gripið hefur verið til á vettvangi ríkisfjármála og peningastefnu skipti máli til þess að ná tökum á verðbólgunni.

„Það er auðvitað mjög alvarlegt mál fyrir allt launafólk í landinu ef við náum ekki tökum á verðbólgunni,“ bætir hún við.

„Við skulum varast að draga of miklar ályktanir fyrr en lengra er komið inn í haustið.“

mbl.is