Telma og Jökull njóta sín í draumafríi á Balí

Sólarlandaferðir | 15. maí 2023

Telma og Jökull njóta sín í draumafríi á Balí

Einkaþjálfarinn og sálfræðineminn Telma Fanney Magnúsdóttir og Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, eru stödd í töfrandi draumafríi á Balí um þessar mundir. 

Telma og Jökull njóta sín í draumafríi á Balí

Sólarlandaferðir | 15. maí 2023

Telma Fanney Magnúsdóttir og Jökull Júlíusson.
Telma Fanney Magnúsdóttir og Jökull Júlíusson. Skjáskot/Instagram.

Einkaþjálfarinn og sálfræðineminn Telma Fanney Magnúsdóttir og Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, eru stödd í töfrandi draumafríi á Balí um þessar mundir. 

Einkaþjálfarinn og sálfræðineminn Telma Fanney Magnúsdóttir og Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, eru stödd í töfrandi draumafríi á Balí um þessar mundir. 

Telma hefur verið dugleg að deila fallegum myndum frá ferðalagi þeirra síðustu daga. Þau hafa meðal annars notið matarsenu Balí sem er þekkt fyrir ævintýralegar acai-skálar, haft það notalegt í sólinni á ströndinni og skoðað sig um.

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Telma og Jökull áttu notalega stund á ströndinni.
Telma og Jökull áttu notalega stund á ströndinni. Skjáskot/Instagram

Kynntust á Vegamótum

Hinn 24. maí 2022 fór Jökull á skeljarnar og bað Telmu. Í samtali við mbl.is sagði Telma trúlofunina hafa verið mjög óvænta, en þau hefðu ætlað að halda upp á sex ára sambandsafmælið þegar Jökull kom henni á óvart á afar rómantískan máta.

Jökull og Telma kynntust á skemmtistaðnum Vegamótum sem hún sagði vera svolítið lýsandi þar sem þau hefðu bæði verið á krossgötum í lífinu á þeim tíma. Út frá þeim kynnum lágu leiðir þeirra saman.

mbl.is