Íslandsmeistararnir unnu níu marka sigur

Soffía Gunnarsdóttir með boltann í kvöld en hún lagði upp …
Soffía Gunnarsdóttir með boltann í kvöld en hún lagði upp mark fyrir Stjörnuna á 12. mínútu. mbl.is/Ómar

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslandsmeistarar Vals lönduðu 9:0 sigri gegn FH í Hafnarfirði. Fylgst var með gangi mála í öllum leikjum hér á mbl.is.

Þór/KA - Breiðablik, 3:1
Danka Podovac 28., Mateja Zver 76., 88. - Sara Björk Gunnarsdóttir 84.

Stjarnan - Grindavík, 1:0
Inga Birna Friðjónsdóttir 12.

KR - Afturelding, 4:1
Sonja B. Jóhannsdóttir 13., Katrín Ásbjörnsdóttir 35., Mist Edvardsdóttir 47., Margrét Þórólfsdóttir 49. -  Sigríður Þóra Birgisdóttir 87.

FH - Valur, 0:9
Rakel Logadóttir 2., Kristín Ýr Bjarnadóttir 20., 63., Björk Gunnarsdóttir 29., 38., 45., Katrín Jónsdóttir 41., Dagný Brynjarsdóttir 72., Hallbera Guðný Gísladóttir 83.

Fylkir - Haukar, 3:1
Ruth Þórðardóttir 15., 31., Lidija Stojkanovic 27. - Ashley Myers 68.

21:04 Leik lokið á Stjörnuvelli með 1:0 sigri Stjörnunnar í ansi bragðdaufum leik.

21:01 Afturelding var að minnka muninn í Vesturbæ. Þar skoraði Sigríður Þóra Birgisdóttir á 87. mínútu.

20:58 Valskonur eru komnar í 9:0 í Hafnarfirði. Dagný Brynjarsdóttir skoraði á 72. mínútu og Hallbera Guðný Gísladóttir á þeirri 83.

20:46 Mateja Zver fór langt með að tryggja Þór/KA sigur þegar hún kom liðinu í 3:1 gegn Blikum á 88. mínútu eftir að hafa aftur sloppið í gegnum vörn Blika.

20:44 Ashley Myers minnkaði muninn fyrir Hauka á 68. mínútu í Árbænum.

20:43 Sara Björk Gunnarsdóttir minnkaði muninn fyrir Breiðablik í 2:1 með skoti af stuttu færi á 84. mínútu. Enn er von fyrir Blika.

20:38 Grindvíkingar hafa varla átt færi í leiknum gegn Stjörnunni allt þar til nú að Alexandra Sveinsdóttir var að vippa boltanum yfir Söndru Sigurðardóttir markvörð og í þverslá!

20:35 Valskonur voru að komast í 7:0 í Hafnarfirði og þar var Kristín Ýr að verki með sitt annað mark.

20:33 Mateja Zver slapp ein í gegnum vörn Blika á 76. mínútu og kom Þór/KA í 2:0.

20:22 Margrét Þórólfsdóttir skoraði svo fjórða mark KR á 49. mínútu eftir stungusendingu.

20:21 Mist Edvardsdóttir kom KR í 3:0 á 47. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu.

20:19 Inga Birna var hársbreidd frá því að skora sitt annað mark fyrir Stjörnuna í upphafi seinni hálfleiks þegar hún komst ein gegn markverði og vippaði boltanum yfir hann, en framhjá markinu.

20:05 Það ber að hrósa Fylkismönnum sem settu leikskýrslu inná vef KSÍ áður en leikur hófst og forvitnir geta því skoðað byrjunarliðin í leik Fylkis og Hauka með því að smella á hlekkinn hér að ofan. Þetta ku reyndar ekki flókið ferli og undarlegt að ekki skuli fleiri lið gera þetta.

20:04 Búið er að flauta til hálfleiks í fjórum leikjanna en seinni hálfleikur er sennilega nýhafinn á Akureyri því sá leikur hófst korteri fyrr, eða kl. 19.

20:02 Björk Gunnarsdóttir fullkomnaði þrennuna sína fyrir Val á 45. mínútu og kom meisturunum í 6:0!

19:58 Katrín Jónsdóttir fyrirliði skoraði fimmta mark Vals á 41. mínútu og útlit fyrir niðurlægjandi tap hjá nýliðum FH sem hafa þurft að gera breytingu á liði sínu vegna meiðsla Liliönu Martins. Hrönn Karólína Hallgrímsdóttir kom inná í hennar stað.

19:55 KR komst í 2:0 á 35. mínútu þegar Ólöf Ísberg átti góðan sprett fram vinstri kantinn og sendi boltann fyrir á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem skoraði með skoti úr teignum. Björk Gunnarsdóttir var einnig að skora fyrir Val, sitt annað mark, og koma meisturunum í 4:0 á 38. mínútu.

19:46 Fylkir var að komast í 3:0 með öðru marki Ruthar Þórðardóttur á 31. mínútu og Björk Gunnarsdóttir kom Val einnig í 3:0 með marki á 29. mínútu. Nýju liðin tvö úr Hafnarfirði eiga því erfitt uppdráttar.

19:43 Lidija Stojkanovic, miðvörður Fylkis, var að skora skallamark eftir eina af fjölmörgum hornspyrnum liðsins í kvöld á 27. mínútu. Heimakonur í Árbænum ætla greinilega að hrista af sér slyðruorðið eftir ósannfærandi leik í fyrstu umferð þar sem þær töpuðu 3:1 fyrir Blikum.

19:38 Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir var að koma Val í 2:0 með skoti úr teignum á 20. mínútu. Íslandsmeistararnir sýna nýliðunum að sjálfsögðu enga vægð.

19:35 Það er greinilega nóg að auglýsa. KR er komið yfir gegn Aftureldingu með marki Sonju B. Jóhannsdóttur á 13. mínútu. Hún hafði skömmu áður fengið gott færi og eru KR-ingar betri aðilinn í Vesturbænum.

19:31 Danka Podovac kom Þór/KA yfir á móti Breiðabliki þvert gegn gangi leiksins á 28. mínútu þegar hún skoraði úr vítateignum eftir aukaspyrnu frá vallarhelmingi norðankvenna. Fylkiskonur eru einnig komnar yfir því Ruth Þórðardóttir var að skora á 15. mínútu. Þá á bara eftir að fá mark í Vesturbænum.

19:25 Inga Birna Friðjónsdóttir var að koma Stjörnunni í 1:0 á 12. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Soffíu Arnþrúðar Gunnarsdóttur. Valskonur eru einnig komnar yfir í Hafnarfirði en þar skoraði Rakel Logadóttir eftir 90 sekúndna leik.

19:15 Hinir fjórir leikirnir hafa verið flautaðir á. Þessi frétt er skrifuð í Garðabæ þar sem liðið sem kom mest á óvart í fyrstu umferð, Grindavík, er í heimsókn.

19:00 Leikur Þórs/KA og Breiðabliks var að hefjast.

mbl.is

Íþróttir, Íslenski fótboltinn — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 18. maí

Föstudaginn 17. maí

Fimmtudaginn 16. maí

Miðvikudaginn 15. maí

Þriðjudaginn 14. maí