Bakki og framkvæmdir þar

Iðnaðarsvæði er að rísa á Bakka við Húsavík.

Blæs á fullyrðingar um stirt samband

3.10. „Ég er alveg orðlaus,“ var það fyrsta sem Jökull Gunnarsson, forstjóri kís­il­málm­verk­smiðju PCC á Bakka, sagði þegar hann var inntur viðbragða við ummælum Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns stéttarfélagsins Framsýnar, um óánægju starfsfólks á Bakka. Meira »

Byssuskot endurkastaðist í starfsmann

3.10. Karlmaður sem slasaðist við vinnu í kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka á Húsa­vík á fjórða tím­an­um í gær varð fyrir skoti úr byssu sem notuð er til að opna bræðsluofn. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Akureyri í gærkvöldi. Meira »

„Menn þurfa að kunna mannleg samskipti“

3.10. „Það er ýmislegt sem þarf að laga þarna,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, og á við kísilver PCC Bakka á Húsavík. Töluverð starfsmannavelta hefur verið á Bakka og þá hafa starfsmenn verið óánægðir með stjórnarhætti yfirmanna. Meira »

Eitt frávik frá starfsleyfi á Bakka

6.9. Engar mælingar í kringum kísilver PCC á Bakka hafa farið yfir heilsuverndarmörk frá því verksmiðjan var gangsett í vor, en fimmta og síðasta eftirlitsferðin var farin í dag, skömmu áður en niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og umhverfisvöktunar voru kynntar á opnum fundi á Húsavík. Meira »

Fjórum sinnum verið slökkt á ofninum

10.7. „Þetta kom óþægilega við mann og maður hafði auðvitað mestar áhyggjur af starfsfólkinu og hvort að það væri í hættu en sem betur fer var það ekki svoleiðis,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við mbl.is. Meira »

Kviknaði tvisvar í glæðum í nótt

10.7. „Við náðum mjög fljótt tökum á þessu þegar búið var að slá út rafmagnið á byggingunni,“ segir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri á Húsavík, í samtali við mbl.is. Eldurinn kom upp í öðru ofnhúsi verksmiðjunnar og var svæðið rýmt áður en slökkvistarf hófst. Meira »

PCC Bakki Silicon fær losunarleyfi

7.2. Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi vegna gróðurhúsalofttegunda fyrir PCC Bakki Silicon hf. Rekstraaðila er veitt leyfi til losunar á gróðurhúsalofttegundum vegna framleiðslu á hrákísli auk heimilda að sækja um úthlutun á endurgjaldslausum losunarheimildum. Meira »

Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

17.11.2017 Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Meira »

Búast ekki við lyktarvanda á Bakka

13.11.2017 Í nýju starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC BakkiSilicon hf. á Bakka við Húsavík fer nokkuð fyrir kröfum um lyktarmengun og bökun á fóðringum í ofnum verksmiðjunnar og er vísað til vandamála hjá United silicon í Helgvík. Þó má búast við lyktarmengun og sýnilegum reyk 72 klst. á nokkurra ára fresti. Meira »

PCC á Bakka komið með starfsleyfi

13.11.2017 Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. við Húsavík, en fyrirtækið ætlar að hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæði sínu á Bakka í Norðurþingi, rétt fyrir utan Húsavík. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

20.9.2017 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Landvernd stefnir Landsneti

8.5.2017 Landvernd hefur stefnt Landsneti vegna háspennulínu frá Kröfluvirkjun norður að Þeistareykjum. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á flýtimeðferð vegna málsins. Framkvæmdir hafa ekki verið stöðvaðar. Meira »

Ógildingarkröfu vegna Kröflulínu hafnað

4.4.2017 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar og Fjöreggs um að ógilda ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um framkvæmdaleyfi fyrir Landsnet til að leggja Kröflulínu 4. Meira »

Krefjast aðildar að máli Fjöreggs og Landverndar gegn umhverfisráðherra

13.12.2016 Eigendur 67% lands Reykjahlíðar í Mývatnssveit vilja að máli Fjöreggs og Landverndar gegn ríkinu verði vísað frá dómi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendunum fimm. Þeir hafa krafist þess að fá aðild að málinu, sem Fjöregg og Landvernd höfuðu gegn umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Stefna umhverfisráðherra

29.11.2016 Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa stefnt umhverfisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Meira »

Telja áhrif ógildingar lítil eða engin

26.11.2016 Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því á fimmtudaginn er fyrirvari um að það sé á ábyrgð Landsnets að halda framkvæmdum áfram meðan úrskurður um framkvæmdaleyfið sjálft er ekki fallinn. Landsnet telur möguleg áhrif af slíkri ógildingu þó vera engin eða mjög óverulega. Meira »

Siðferðisleg skylda til að bíða úrskurða

25.11.2016 Framkvæmdastjóri Landverndar segir það vonbrigði að rask sem varð til við framkvæmdir við Kröflulínu 4 á forsendum framkvæmdaleyfis sem síðar var fellt úr gildi hafi orðið til þess að úrskurðarnefnd hafnaði að stöðva framkvæmdirnar. Framkvæmdaaðilum beri siðferðisleg skylda til að bíða úrskurða. Meira »

Hafna stöðvunarkröfu Landverndar

24.11.2016 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um að stöðva framkvæmdir Landsnets við byggingu Kröflulínu 4 í landi Skútustaðahrepps. Þetta er niðurstaða nefndarinnar eftir fund sinn í dag. Meira »

Önnur kæra vegna Kröflulínu 4

21.11.2016 Náttúruverndarsamtökin Landvernd og Fjöregg hafa lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í annað sinn vegna framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4 sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti í lok október. Meira »

Nýtt leyfi fyrir Þeistareykjalínu 1

11.11.2016 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur falið skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1. Meira »

Ákvörðunar að vænta á næstu dögum

29.10.2016 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Landverndar um að framkvæmdaleyfi Þingeyjarsveitar fyrir Kröfulínu 4 yrði fellt úr gildi. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort Landvernd muni kæra ákvörðun nefndarinnar eða ekki. Meira »

Borgin synjar íbúum Brynju enn um bætur

28.10.2016 Leigjendur hjá Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins, fá ekki greiddar sérstakar húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi í sumar úrskurðað að borginni væri óheimilt að synja leigjendum Brynju um bæturnar. Meira »

Felldi framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu

27.10.2016 Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu Landverndar um að framkvæmdaleyfi Þingeyjasveitar fyrir Kröflulínu 4 verði fellt úr gildi, en fellst á ákæru samtakanna varðandi Þeistareykjalínu og fellir nefndin því framkvæmdaleyfi Landnets fyrir línuna úr gildi. Meira »

Landvernd getur kært í annað sinn

27.10.2016 Landvernd er að bíða eftir gögnum frá Skútustaðahreppi vegna nýs framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4. Eftir að gögnin hafa verið skoðuð munu samtökin ákveða hvort kæra verður lögð fram í annað sinn vegna leyfisins. Meira »

Framkvæmdaleyfi stendur

20.10.2016 Ekki eru þeir ágallar á útgáfu Sveitarfélagsins Norðurþings á framkvæmdaleyfi til handa Landsneti vegna Þeistareykjalínu 1 að ástæða sé til að ógilda ákvörðunina. Meira »

Heimilar eignarnám vegna Kröflulínu

14.10.2016 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti að framkvæma eignarnám á tilteknum landsréttindum í óskiptu landi jarðarinnar Reykjahlíðar vegna lagningar Kröflulínu 4 og 5. Háspennulínurnar liggja frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Meira »

Verða að umhverfismeta jarðstrengi

13.10.2016 Leggja þarf mat á umhverfisáhrif lagningar jarðstrengja fyrir Bakkalínu og Skútustaðahreppi er ekki stætt á að afgreiða framkvæmdaleyfi fyrr, að mati framkvæmdastjóra Landverndar. Afleiðingar úrskurðar sem felldi framkvæmdaleyfi úr gildi séu ekki eins einfaldar og haldið er fram. Meira »

Undirbúa ný framkvæmdaleyfi

13.10.2016 Skútustaðahreppur hefur ákveðið að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að reisa Kröflulínu 4 til umfjöllunar að nýju. Þar á að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvað að fella fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi. Meira »

Frumvarp um raflínur lagt til hliðar

12.10.2016 Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun „að leggja til hliðar“ frumvarp um raflínur að Bakka. Þetta er gert að höfðu samráði við sveitarfélögin sem hlut eiga að máli. Meira »

Fleiri leiðir til skoðunar

12.10.2016 Stjórnvöld eru að skoða nokkrar leiðir til að eyða óvissunni sem skapast hefur um atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi vegna kæra og úrskurða um línulagnir frá Þeistareykjavirkjun. Meira »