Þegar tæklingar verða að listgrein

Kyle McLagan hirðir boltann af Óla Val Ómarssyni með magnaðri …
Kyle McLagan hirðir boltann af Óla Val Ómarssyni með magnaðri tæklingu í leik Fram og Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan hefur slegið í gegn með Frömurum í Bestu deild karla í fótbolta.

Kyle er á þessari stundu efstur í M-gjöf Morgunblaðsins og enginn hefur verið valinn oftar í lið umferðarinnar á fyrstu vikum tímabilsins.

Varnartilþrif Bandaríkjamannsins hafa líka vakið athygli, sérstaklega hressilegar og einstaklega vel tímasettar tæklingar hans í leiknum við Stjörnuna síðasta föstudag.

Hann minnir mig á uppáhalds varnarmanninn minn á unglingsárunum, Colin Todd, miðvörð Englandsmeistara Derby 1972 og 1975 og enska landsliðsins.

Einhvern tíma fyrir löngu síðan sá ég kennslumyndband, eflaust eitt af þeim fyrstu sinnar tegundar, þar sem Todd sýndi hvernig stöðva ætti sóknarmenn mótherjanna með góðri tæklingu, og breyta um leið vörn í sókn með því að stíga strax upp með boltann við tærnar.

Ég efast um að Kyle hafi séð það, hann var ekki fæddur þegar Todd var upp á sitt besta, en þeir eiga það sameiginlegt að gera tæklingu að listgrein.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka