„Ég skal alveg viðurkenna það að mér var brugðið“

Það er búið að standa á ýmsu hjá Einhamri Seafood …
Það er búið að standa á ýmsu hjá Einhamri Seafood í Grindavík í morgun, að sögn Öldu agnesar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég skal alveg viðurkenna það að mér var brugðið. Ég var hérna á efri hæðinni niðri í vinnslu og hann var svolítið langur. Það er þetta með þessa bið þar til þetta stoppar,“ segir Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood í Grindavík, í samtali við 200 mílur um jarðskjálftann á Reykjanesi í morgun. Hún segir að fólk hafi ekki verið beint hrætt við skjálftann en hann hafi komið á óvart. „Við erum bara ótrúlega slök.“

Jarðskjálftinn var þó ekki það eina sem skók fyrirtækið í morgun. Fréttir bárust af því að stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu tekið ákvörðun um að stöðva farþegaflug milli Evrópu og Bandaríkjanna til þess að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar, sem óttast var að myndi hafa áhrif á rekstur Einhamars þar sem útgerðarfélagið flytur talsvert af sjávarafurðum með flugi til Bandaríkjanna.

„Í morgun vorum við aðallega að hugsa um þetta ferðabann til Bandaríkjanna og hvort það myndi ná til vöruflutninga eða ekki og þá skall þetta á okkur,“ segir Alda Agnes. Hún segir fyrirtækið hafa fengið þær upplýsingar að ferðabannið muni ekki ná til vöruflutninga. „Þeir [Bandaríkin] eru stórir kúnnar hjá okkur og auðvitað er maður bara áhyggjufullur yfir þessari stöðu, en við erum búin að fá það staðfest að vöruflutningar verði áfram.“

Spurð hvort þetta hafi verið óvenjuviðburðaríkur morgunn svarar hún: „Já. Hann er búinn að vera fjörugur síðan klukkan fimm í morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »