Yfir 10.000 farþegar í fyrsta sinn í 15 mánuði

Ferðamenn á Íslandi | 5. júlí 2021

Yfir 10.000 farþegar í fyrsta sinn í 15 mánuði

10.580 manns fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardag en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. 

Yfir 10.000 farþegar í fyrsta sinn í 15 mánuði

Ferðamenn á Íslandi | 5. júlí 2021

10.580 manns fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardag. Svo margir farþegar …
10.580 manns fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardag. Svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

10.580 manns fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardag en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. 

10.580 manns fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardag en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. 

Vegna kórónuveirufaraldursins tók ferðabann til Bandaríkjanna gildi 14. mars 2020 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðin milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum.

„Það eru bjartari tímar fram undan í rekstri flugvalla og flugfélaga eftir erfiða tíma vegna heimsfaraldursins,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í tilkynningu. „Það er ljóst að tengistöðin hjá Icelandair er að fara í gang að nýju. Þá sýna vel heppnað hlutafjárútboð Play og nýr kjölfestufjárfestir hjá Icelandair að markaðurinn hefur mikla trú á flugi til Íslands og landinu sem áfangastað nú þegar bólusetningar lina tök heimsfaraldursins.“

Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélög verða með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættist flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli.

Guðmundur Daði segir að þó sé mikilvægt að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnaráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

mbl.is