„Ég var á mörgum þunglyndislyfjum og drakk á þeim“

Líkamsvirðing | 12. apríl 2023

„Ég var á mörgum þunglyndislyfjum og drakk á þeim“

Myndir af tónlistarkonunni Ariana Grande fóru á flug á samfélagsmiðlum í síðustu viku þar sem aðdáendur söngkonunnar lýstu yfir miklum áhyggjum af útliti og heilsu hennar. Grande svaraði aðdáendum sínum í þriggja mínútna TikTok-myndskeiði sem hefur vakið mikla athygli.

„Ég var á mörgum þunglyndislyfjum og drakk á þeim“

Líkamsvirðing | 12. apríl 2023

Tónlistarkonan Ariana Grande hefur fullvissað aðdáendur sína um að hún …
Tónlistarkonan Ariana Grande hefur fullvissað aðdáendur sína um að hún sé heilbrigð. AFP

Myndir af tónlistarkonunni Ariana Grande fóru á flug á samfélagsmiðlum í síðustu viku þar sem aðdáendur söngkonunnar lýstu yfir miklum áhyggjum af útliti og heilsu hennar. Grande svaraði aðdáendum sínum í þriggja mínútna TikTok-myndskeiði sem hefur vakið mikla athygli.

Myndir af tónlistarkonunni Ariana Grande fóru á flug á samfélagsmiðlum í síðustu viku þar sem aðdáendur söngkonunnar lýstu yfir miklum áhyggjum af útliti og heilsu hennar. Grande svaraði aðdáendum sínum í þriggja mínútna TikTok-myndskeiði sem hefur vakið mikla athygli.

„Mjög umdeild skoðun en hún er alltof grönn ... ég hef áhyggjur af henni,“ tísti einn aðdáandi hennar.

@zennsei_ These recent pictures of Ariana Grande stirs reactions online and many are wondering what happened to her? #arianagrande #fyp #foryou #arianator #arianagrandefan #FYP #fypシ ♬ everytime - Ariana Grande

Yfir 44 milljónir horft á myndskeiðið

Í gærkvöldi deildi Grande þriggja mínútna myndskeiði á TikTok sem hefur vakið mikla athygli, en myndskeiðið hefur þegar yfir 44 milljónir áhorfa og hafa yfir 9 milljónir líkað við myndskeiðið. 

Hún fullvissaði aðdáendur sína um að hún væri heilbrigð og hvatti þá til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila skoðunum sínum á útliti annarra. 

„Líkaminn sem þið hafið verið að bera saman við núverandi líkama minn var óheilbrigðasta útgáfan af mér. Ég var á mörgum þunglyndislyfjum og drakk á þeim og borðaði óhollt,“ útskýrði söngkonan.

Heilbrigði líti mismunandi út

„Ég var á lægsta tímapunkti lífs míns þegar ég leit út eins og þið teljið mig vera heilbrigða, en það var í raun ekki heilbrigt fyrir mig,“ sagði Grande og bætti við að hún hefði áhyggjur af því hve auðvelt fólki finnist að tjá sig um líkama annarra, jafnvel þó það væri vel meint. 

„Það eru leiðir til að hrósa einhverjum eða hunsa eitthvað sem þú sérð eða sem þér líkar ekki, sem ég held að við ættum að hjálpa hvert öðru að vinna að,“ sagði hún að lokum og benti á að heilbrigði geti litið mismunandi út fyrir mismunandi fólk. 

mbl.is