Vöknuð eftir rúman mánuð í dái

Áhrifavaldar | 4. júlí 2023

Vöknuð eftir rúman mánuð í dái

TikTok-stjarnan Jackie Miller James er vöknuð eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél síðastliðnar fjórar vikur. Áhrifavaldurinn hlaut mikla heilablæðingu af völdum æðagúls þegar vika var í settan dag, en James var gengin níu mánuði með sitt fyrsta barn þegar hún veiktist.

Vöknuð eftir rúman mánuð í dái

Áhrifavaldar | 4. júlí 2023

Miller undirgekkst keisaraskurð þegar henni var haldið sofandi vegna mikillar …
Miller undirgekkst keisaraskurð þegar henni var haldið sofandi vegna mikillar heilablæðingar af völdum æðagúls. Samsett mynd

TikTok-stjarnan Jackie Miller James er vöknuð eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél síðastliðnar fjórar vikur. Áhrifavaldurinn hlaut mikla heilablæðingu af völdum æðagúls þegar vika var í settan dag, en James var gengin níu mánuði með sitt fyrsta barn þegar hún veiktist.

TikTok-stjarnan Jackie Miller James er vöknuð eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél síðastliðnar fjórar vikur. Áhrifavaldurinn hlaut mikla heilablæðingu af völdum æðagúls þegar vika var í settan dag, en James var gengin níu mánuði með sitt fyrsta barn þegar hún veiktist.

Fjölskylda James birti færslu á Instagram um helgina þar sem þau tilkynntu fylgjendum samfélagsmiðlastjörnunnar að hún væri vöknuð.

„Það gleður okkur að segja frá því að bænum ykkar hefur verið svarað. Jackie er vöknuð og hefur nú verið flutt á eitt besta endurhæfingarsjúkrahús landsins. Hún stendur sig gríðarlega vel og sýnir framfarir á hverjum degi sem gleður okkur og læknana,” sagði fjölskylda James. „Hún er að taka stór skref í rétta átt en á langan bata fyrir höndum.”

James er nú að njóta þess að kynnast nýfæddri dóttur sinni, en læknar framkvæmdu keisaraskurð til þess að bjarga barninu. James fékk dóttur sína fyrst í fangið þegar hún var sofandi. Áhrifavaldurinn undirgekkst einnig fimm heilaaðgerðir.mbl.is