12 hlutir sem munu slá í gegn yfir hátíðirnar

Snyrtibuddan | 16. nóvember 2023

12 hlutir sem munu slá í gegn yfir hátíðirnar

Nú eru aðeins rúmar fimm vikur til jóla og eflaust einhverjir farnir að stelast til að spila jólalög, kaupa mandarínur og baka jólasmákökur. Óskalisti vikunnar er sérstaklega hugsaður fyrir vikurnar framundan sem hjá mörgum einkennast mikilli jólastemningu og jólahlaðborðum. 

12 hlutir sem munu slá í gegn yfir hátíðirnar

Snyrtibuddan | 16. nóvember 2023

Óskalistinn er hátíðlegur þessa vikuna!
Óskalistinn er hátíðlegur þessa vikuna! Samsett mynd

Nú eru aðeins rúmar fimm vikur til jóla og eflaust einhverjir farnir að stelast til að spila jólalög, kaupa mandarínur og baka jólasmákökur. Óskalisti vikunnar er sérstaklega hugsaður fyrir vikurnar framundan sem hjá mörgum einkennast mikilli jólastemningu og jólahlaðborðum. 

Nú eru aðeins rúmar fimm vikur til jóla og eflaust einhverjir farnir að stelast til að spila jólalög, kaupa mandarínur og baka jólasmákökur. Óskalisti vikunnar er sérstaklega hugsaður fyrir vikurnar framundan sem hjá mörgum einkennast mikilli jólastemningu og jólahlaðborðum. 

Á listanum finnur þú allt það heitasta úr tísku- og snyrtivöruheiminum þessi jólin – en ef marka má tískudrottningar landsins þá verður svart og sexí áberandi í ár. 

Glitraðu yfir hátíðirnar!

Það er fátt jafn hátíðlegt og glitur og glimmer og því ætti þessi fallegi kjóll að hitta beint í mark. Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir hannaði kjólinn sem er fullkominn fyrir jólahlaðborðið, jólaboðið, aðfangadagskvöld og áramótin enda er auðvelt að dressa hann upp og niður með skarti, skóm, undirkjólum og yfirhöfnum.

Sparkle Dress fæst hjá AndreA og kostar 64.900 kr.
Sparkle Dress fæst hjá AndreA og kostar 64.900 kr. Ljósmynd/Andrea.is

Einfaldleiki sem grípur augað!

Yfir hátíðirnar er gaman að leika sér með mismunandi skart, en margir draga fram meira áberandi skart á þessum árstíma. Þessir eyrnalokkar eru úr samstarfslínu Sunnevu Einarsdóttur með Sunday & Co. og eru einfaldir en grípa augað samstundis.

Moonlight eyrnalokkar frá Sunday & Co. kosta 4.990 kr.
Moonlight eyrnalokkar frá Sunday & Co. kosta 4.990 kr. Ljósmynd/Sundayandco.is

Klassík sem klikkar aldrei!

Rauður varalitur er ómissandi í allar snyrtibuddur yfir hátíðirnar. Það er þó mikilvægt að velja réttan lit og rétta formúlu svo förðunin haldist á allt kvöldið. Þessi varalitur frá Chanel er nærandi og gefur vörunum hinn fullkomna rauða lit sem klikkar hreinlega aldrei.

Nærandi varalitur frá Chanel í litnum 158 Bright.
Nærandi varalitur frá Chanel í litnum 158 Bright. Ljósmynd/Chanel.com

Glamúrtoppur!

Það er nauðsynlegt að eiga flottan glamúrtopp í fataskápnum – þennan sem þú getur alltaf gripið í við fínni tilefni og treyst á að lúkki vel við allt. Þessi toppur er úr nýrri línu fatahönnuðarins Hildar Yeoman og hentar fullkomlega fyrir hátíðirnar. 

The Knot Top fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 34.900 …
The Knot Top fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 34.900 kr. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Það sem setur punktinn yfir i-ið!

Blómahálsmen hafa verið að gera allt vitlaust í tískuheiminum undanfarna mánuði. Þau eru stílhrein og einföld en eru á sama tíma oft það sem setur punktinn yfir i-ið!

Blómahálsmen fæst hjá SisBis og kostar 2.990 kr.
Blómahálsmen fæst hjá SisBis og kostar 2.990 kr. Ljósmynd/Sisbis.is

Mjúkt og hlýtt í kuldanum!

Það er algjört lykilatriði að eiga hlýja kápu fyrir fínni tilefni hér á klakanum, enda algjör óþarfi að láta sér verða kalt þegar svona flottar loðkápur eru til. Þessi passar yfir hvaða dress sem er og tónar fallega við rauða varalitinn!

Kápan fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr.
Kápan fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Það sem tískudrottningarnar vilja!

Íslenskar tískudrottningar hafa verið sérlega hrifnar af svörtum flíkum úr blúndu, en blúndan hefur verið með sterka endurkomu á undanförnum vikum og virðist ætla að taka yfir hátíðirnar. 

Blúnduleggings fást hjá Zara og kosta 5.995 kr.
Blúnduleggings fást hjá Zara og kosta 5.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Látlaus og falleg!

Það er ekki sjálfgefið að hátíðlegar flíkur séu með vösum og því ekkert annað í stöðunni en að eiga látlausa tösku. Þessi taska er frá Hvisk og kemur bæði í brúnu og svörtu. Hún er í fullkominni stærð og því ætti að fara vel um símann, veskið og rauða varalitinn í henni!

Taska frá Hvisk fæst í Húrra og kostar 17.990 kr.
Taska frá Hvisk fæst í Húrra og kostar 17.990 kr. Ljósmynd/Hvisk.com

Pilsið sem stelur senunni!

Þetta pils er fullkomið fyrir þá sem vilja poppa lúkkið upp með smá glitri og glamúr en vilja þó ekki fara alveg alla leið. Pilsið er hægt að dressa upp og niður, en á myndinni má til að mynda sjá hvernig pilsið tónar við klassíska prjónapeysu og upphá stígvél.

Silfurlitað pils fæst hjá Zara og kostar 5.995 kr.
Silfurlitað pils fæst hjá Zara og kostar 5.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Ilmurinn sem þú færð ekki nóg af!

Nýja ilmvatnið frá Jean Paul Gaultier hefur verið að gera allt vitlaust, enda einstakur ilmur sem þú færð hreinlega ekki nóg af og fallegur boðskapur sem liggur að baki – að sérhver kona sé gyðja. Svo skemmir ekki fyrir hve guðdómleg flaskan er!

Ljósmynd/Jeanpaulgaultier.com

Þegar einfalt er best!

Stundum er algjör óþarfi að vera flækja hlutina. Þessir skór eru einfaldir og klassískir, en mjóa táin gefur þeim þó skemmtilegt yfirbragð sem gerir heilmikið fyrir dressið!

Hælaskór fást hjá Zara og kosta 6.995 kr.
Hælaskór fást hjá Zara og kosta 6.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Skvísur elska leður!

Það er ekki bara blúndan sem er að gera allt vitlaust þessa dagana heldur líka leðurlúkkið. Þessar buxur eru í sérlega flottu sniði!

Leðurlíkisbuxur fást hjá Zara og kosta 6.995 kr.
Leðurlíkisbuxur fást hjá Zara og kosta 6.995 kr. Ljósmynd/Zara.com
mbl.is