Gjaldfrjálsar skólamáltíðir verði tryggðar

Vextir á Íslandi | 6. mars 2024

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir verði tryggðar

Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir verði tryggðar

Vextir á Íslandi | 6. mars 2024

Kjaraviðræður í Karphúsinu fyrr í vikunni.
Kjaraviðræður í Karphúsinu fyrr í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.

Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.

„Lækkun vaxta eykur kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórn hefur samþykkt enda setur Framsókn barnafjölskyldur í forgang,” segir í ályktun sveitarstjórnarráðsins sem var samþykkt á fundi í gærkvöldi.

Ráðið styður sömuleiðis að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum.

mbl.is