Bæjarstjórn endurskoðar gjaldskrárhækkanir

Vextir á Íslandi | 8. mars 2024

Bæjarstjórn endurskoðar gjaldskrárhækkanir

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Aðrar gjaldskrárhækkanir verða endurskoðaðar.

Bæjarstjórn endurskoðar gjaldskrárhækkanir

Vextir á Íslandi | 8. mars 2024

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að leggja sitt af mörkum til …
Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir sátt á vinnumarkaði. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Aðrar gjaldskrárhækkanir verða endurskoðaðar.

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Aðrar gjaldskrárhækkanir verða endurskoðaðar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu bæjarstjórnar Hornafjarðar. Þar segir að á fundi í gær hafi bæjarstjórnin samþykkt að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir sátt á vinnumarkaði.

Hún geri sér grein fyrir því að barátta við verðbólgu og fyrir lægri vöxtum sé verkefni sem krefjist samvinnu á milli allra aðila.

Velti ekki verkefnum á sveitarfélögin

„Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með og kynnt fyrir samningsaðilum. Einnig samþykkir bæjarstjórn að endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins á sama grunni,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá kallar bæjarstjórnin eftir skýrri aðgerðaráætlun og tryggingu frá ríkinu fyrir því að endurskoðun gjaldskráarinnar verði ekki til þess fallin að „velta enn frekar verkefnum yfir á sveitarfélögin“.

mbl.is