Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, á fundinum í dag.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, á fundinum í dag. mbl.is/Eggert

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld.

Tillagan var felld með níu atkvæðum á móti tólf. Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Allir flokkar minnihlutans boðuðu bókun um málið. 

„Ákveðin vonbrigði“

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og tillöguflytjandi, segir í tilkynningu sem barst um málið að um ákveðin vonbrigði sé að ræða enda hafi það verið eitt af aðalstefnumálum Viðreisnar fyrir kosningarnar í vor.

„Í sáttmála meirihluta er gert ráð fyrir að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækki í 1,60% í lok kjörtímabils eða um 0,05%,“ segir Katrín í tilkynningunni.  

Í framsögu sinni sagði hún að fasteignaskattar í Reykjavík muni hækka að meðaltali um tæp átta prósent árlega næstu fjögur árin og að skatttekjur borgarinnar á hvern Reykvíking muni slá ný met árlega á komandi árum.

„Þessar hækkanir eru langt umfram launaþróun, hagvöxt eða tekjuaukningu fyrirtækja í borginni,“ bætir hún við í tilkynningunni.

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert