Skáksambandsmálið

Neita sök í Skáksambandsmálinu

25.10. Tveir hinna ákærðu í Skáksambandsmálinu svokallaða neita sök í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa staðið að og tekið þátt í innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni ásamt þriðja manninum. Meðal hinna ákærðu sem neita sök er Sigurður Ragnar Kristinsson. Meira »

Segir málið „svolítið uppblásið“

5.10. Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákæru á hendur honum í Skáksambandsmálinu svokallaða sem þingfest var í héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í morgun. Auk hans eru tveir menn á þrítugsaldri ákærðir. Málið tengist innflutningi á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni. Meira »

Ákært í skáksambandsmálinu

30.9. Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá karlmenn í skáksambandsmálinu svokallaða. Meðal þeirra sem eru ákærðir er Sigurður Kristinsson, en auk hans eru ákærðir tveir menn á þrítugsaldri, annars 21 árs og hinn 24 ára. Meira »

Sigurður áfram í farbanni

11.9. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrir helgi þess efnis að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til fimmtudagsins 4. október. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

16.8. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Sigurður áfram í farbanni

20.6. Sigurður Kristinsson var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem snýr að innflutningi á amfetamíni til landsins. Meira »

Rannsókn enn í gangi í Skáksambandsmáli

14.6. Rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða er enn ekki lokið. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við blaðamann mbl.is. Enn liggur ekki fyrir hvenær málið verður sent til héraðssaksóknara. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

25.5. Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sigurður játaði sök að hluta

15.5. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, neitaði sök að hluta við fyrirtöku máls gegn honum vegna meintra meiri háttar skattalagabrota við Héraðsdóm Reykjaness í dag, en gekkst þó við hluta þeirra brota sem honum voru gefin að sök í ákæru. Meira »

Sigurður óskaði eftir fresti

30.4. Sigurður Kristinsson, fyrr­ver­andi eig­andi verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins SS hús, óskaði í Héraðsdómi Reykjaness eftir fresti þangað til hann tekur afstöðu til ákæru embættis héraðssaksóknara gegn honum vegna reksturs fé­lags­ins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

26.4. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir Sigurði Kristinssyni sem er grunaður um að vera viðriðinn smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins. Sigurður var handtekinn í lok janúar þegar hann kom til landsins frá Spáni. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

26.4. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Sigurður í fjögurra vikna farbann

20.4. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson, sem grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksambandsmálinu svokallaða, í fjögurra vikna farbann. Meira »

Mál Sigurðar sent aftur til lögreglu

18.4. Mál Sigurðar Kristinssonar, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna þáttar síns í umfangsmiklu fíkniefnamáli var nýlega sent aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari gagnaöflunar. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Sigurður ákærður fyrir skattalagabrot

9.4. Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Sigurð Kristinsson, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS hús og tvo aðra í tengslum við rekstur félagsins. Eru þau ákærð fyrir meiri háttar skattalagabrot. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Eru þau ákærð fyrir meiri háttar skattalagabrot. Meira »

Niðurstaða í mál Sunnu á næstu dögum

6.4. Rannsókn lögreglunnar í svokölluðu skáksambandsmáli er á lokastigi og gert er ráð fyrir að málið verði sent til héraðssaksóknara í næstu viku. Þá á lögreglan von á að niðurstaða komist í mál Sunnu Elviru Þorkelsdóttur og hvort fallist verði á að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á máli hennar. Meira »

Gæsluvarðhald framlengt um 2 vikur

4.4. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarðhalds yfir Sigurði Kristinssyni sem var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í sendingu sem var merkt Skáksambandi Íslands. Meira »

Varðhald framlengt til 4. apríl

7.3. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarðhalds yfir Sigurði Kristinssyni sem handtekinn var við komuna til landsins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í sendingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. Meira »

Einn látinn laus í Skáksambandmálinu

26.2. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Í gæsluvarðhald til 7. mars

7.2. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur fram­lengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var hand­tek­inn við kom­una til lands­ins í janúar á grund­velli al­manna­hags­muna um fjórar vikur. Hann er í haldi vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands. Meira »

„Getuleysi“ eða „viljaleysi“ lögreglunnar

7.2. „Ég veit ekki til þess að hún hafi verið yfirheyrð með réttarstöðu sakbornings en hún hefur vissulega svarað spurningum lögreglu,” segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem hlaut mænuskaða eftir fall á Malaga á Spáni. Meira »

Fara fram á lengra gæsluvarðhald

7.2. Lögreglan hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem var handtekinn í síðust viku við komuna til landsins á grundvelli almannahagsmuna. Hann er í haldi vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands. Meira »

Grunur um undanskot

5.2. Grunur leikur á stórfelldum undanskotum eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Meira »

Gæsluvarðhald framlengt yfir öðrum

2.2. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna sem handteknir voru í síðustu viku í vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands. Var sá maður handtekinn við komuna til landsins í síðustu viku. Meira »

3 í haldi eftir sendingu á Skáksambandið

29.1. Þrír einstaklingar eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna í sendingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. „Rannsóknin er í þokkalegum farvegi,“ segir Margeir Sveinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vinna í þessu.“ Meira »

Handtekinn við komuna til landsins

27.1. Karlmaður var handtekinn við komuna til landsins seint á fimmtudagskvöld grunaður um aðild að innflutningi á fíkniefnum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19.1. Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Tveir í haldi eftir umfangsmiklar aðgerðir

10.1. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um að hafa staðið að innflutningi á töluverðu magni af fíkniefnum til landsins. Mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa ráðist í umfangsmiklar aðgerðir, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, vegna málsins. Meira »