Skáksambandsmálið

Ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot

7.4. Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri fyrirtækisins SS Verk. Hún er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem var í desember sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. Meira »

Sigurður í farbanni þar til dómur fellur

29.3. Landsréttur staðfesti á miðvikudag áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skák­sam­bands­mál­inu svo­kallaða í síðasta mánuði. Meira »

Hætta talin á að Sigurður færi úr landi

5.3. Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir Sigurði Kristinssyni, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða í síðasta mánuði. Áfrýjaði hann dómnum til Landsréttar og var beðið með refsingu þangað til málið verður tekið fyrir og dómur upp kveðinn á millidómstigi. Meira »

Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm

22.2. Sigurður Kristinsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða. Auk hans voru tveir til viðbótar dæmdir til fangelsisvistar. Meira »

Vill fjögurra ára dóm yfir Sigurði

25.1. Héraðssaksóknari fór í dag fram á fjögurra ára fangelsisdóm yfir Sigurði Kristinssyni í Skáksambandsmálinu svokallaða. Tveir til viðbótar eru ákærðir í málinu og fór saksóknari fram á tveggja og þriggja ára dóm yfir þeim. Meira »

Var feginn að losna við skuldina

7.1. Fram kom fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í Skáksambandsmálinu svonefndu í máli Jóhanns Axels Viðarssonar, eins þriggja sakborninga í málinu, að hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í sendingu frá Spáni sem hann var beðinn að sækja og koma á ákveðinn stað. Meira »

„Ég hafði aldrei hugmynd um það“

7.1. „Ég hafði aldrei hugmynd um það,“ sagði Hákon Örn Bergmann fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun við aðalmeðferð svokallaðs Skáksambandsmáls spurður hvað hann hafi talið að væri í sendingu sem kom frá Spáni og merkt var Skáksambandi Íslands. Meira »

Sigurður kaus að tjá sig ekki

7.1. Sigurður Kristinsson, einn sakborninga í Skáksambandsmálinu svokölluðu, lýsti því yfir við upphaf aðalmeðferðar málsins í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið en til stóð að taka af honum skýrslu fyrir dómi. Hann hefði engu við málið að bæta. Meira »

Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu í dag

7.1. Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu svonefndu hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en málið snýst um innflutning á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni. Heiti málsins er tilkomið vegna þess að fíkniefnasendingin var merkt Skáksambandi Íslands. Meira »

Sunna Elvira ekki á vitnalista

4.1. Sunna Elvira Þorkelsdóttir verður ekki á vitnalista í hinu svokallaða Skáksambandsmáli, en Sigurður Kristinsson fyrrverandi eiginmaður hennar er einn þriggja sakborninga í málinu. Meira »

Jólaleyfi gæti flækt vitnaleiðslur

4.1. Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu svokallaða hefst á mánudag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtaka var í málinu í morgun. Þrír eru ákærðir en þeim er gefið að sök að hafa staðið að og tekið þátt í innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni. Meira »

Neita sök í Skáksambandsmálinu

25.10. Tveir hinna ákærðu í Skáksambandsmálinu svokallaða neita sök í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa staðið að og tekið þátt í innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni ásamt þriðja manninum. Meðal hinna ákærðu sem neita sök er Sigurður Ragnar Kristinsson. Meira »

Segir málið „svolítið uppblásið“

5.10. Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákæru á hendur honum í Skáksambandsmálinu svokallaða sem þingfest var í héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í morgun. Auk hans eru tveir menn á þrítugsaldri ákærðir. Málið tengist innflutningi á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni. Meira »

Ákært í skáksambandsmálinu

30.9. Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá karlmenn í skáksambandsmálinu svokallaða. Meðal þeirra sem eru ákærðir er Sigurður Kristinsson, en auk hans eru ákærðir tveir menn á þrítugsaldri, annars 21 árs og hinn 24 ára. Meira »

Sigurður áfram í farbanni

11.9. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrir helgi þess efnis að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til fimmtudagsins 4. október. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

16.8. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Sigurður áfram í farbanni

20.6. Sigurður Kristinsson var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem snýr að innflutningi á amfetamíni til landsins. Meira »

Rannsókn enn í gangi í Skáksambandsmáli

14.6. Rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða er enn ekki lokið. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við blaðamann mbl.is. Enn liggur ekki fyrir hvenær málið verður sent til héraðssaksóknara. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

25.5. Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sigurður játaði sök að hluta

15.5. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, neitaði sök að hluta við fyrirtöku máls gegn honum vegna meintra meiri háttar skattalagabrota við Héraðsdóm Reykjaness í dag, en gekkst þó við hluta þeirra brota sem honum voru gefin að sök í ákæru. Meira »

Sigurður óskaði eftir fresti

30.4. Sigurður Kristinsson, fyrr­ver­andi eig­andi verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins SS hús, óskaði í Héraðsdómi Reykjaness eftir fresti þangað til hann tekur afstöðu til ákæru embættis héraðssaksóknara gegn honum vegna reksturs fé­lags­ins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

26.4. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir Sigurði Kristinssyni sem er grunaður um að vera viðriðinn smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins. Sigurður var handtekinn í lok janúar þegar hann kom til landsins frá Spáni. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

26.4. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Sigurður í fjögurra vikna farbann

20.4.2018 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson, sem grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksambandsmálinu svokallaða, í fjögurra vikna farbann. Meira »

Mál Sigurðar sent aftur til lögreglu

18.4.2018 Mál Sigurðar Kristinssonar, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna þáttar síns í umfangsmiklu fíkniefnamáli var nýlega sent aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari gagnaöflunar. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Sigurður ákærður fyrir skattalagabrot

9.4.2018 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Sigurð Kristinsson, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS hús og tvo aðra í tengslum við rekstur félagsins. Eru þau ákærð fyrir meiri háttar skattalagabrot. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Eru þau ákærð fyrir meiri háttar skattalagabrot. Meira »

Niðurstaða í mál Sunnu á næstu dögum

6.4.2018 Rannsókn lögreglunnar í svokölluðu skáksambandsmáli er á lokastigi og gert er ráð fyrir að málið verði sent til héraðssaksóknara í næstu viku. Þá á lögreglan von á að niðurstaða komist í mál Sunnu Elviru Þorkelsdóttur og hvort fallist verði á að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á máli hennar. Meira »

Gæsluvarðhald framlengt um 2 vikur

4.4.2018 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarðhalds yfir Sigurði Kristinssyni sem var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í sendingu sem var merkt Skáksambandi Íslands. Meira »

Varðhald framlengt til 4. apríl

7.3.2018 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarðhalds yfir Sigurði Kristinssyni sem handtekinn var við komuna til landsins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í sendingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. Meira »

Einn látinn laus í Skáksambandmálinu

26.2.2018 Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »