Wikileaks gegn Valitor

Valitor „mun væntanlega áfrýja“

27.4. Stjórn Valitor ætlar að fara yfir dómsniðurstöðu héraðsdóms í máli fyrirtækisins og Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell og mun „væntanlega áfrýja málinu til Landsréttar“ að sögn Jónínu Ingvadóttur, deildarstjóra í markaðsdeild Valitor. Meira »

Fengu 3.830 evrur á sjö klukkustundum

26.4. „Við mat á fjárhæð tjóns stefnenda lítur dómurinn til þess hve lengi lokun stefnda varði, 671 dag, og til þess hve mikill fjöldi greiðslna barst í gegnum greiðslugátt stefnda þann stutta tíma sem hún var opin,“ segir í dóminum í máli SSP og Datacell gegn Valitor. Meira »

Til skoðunar að áfrýja

26.4. Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Landsbankinn ber hluta tjónsins

25.4. Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Arion. Héraðsdómur hefur dæmt Valitor til að greiða 1,2 milljarða kr. Meira »

Valitor dæmt til að greiða háar bætur

24.4. Valitor var í dag gert að greiða Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstrarfélagi Wikileaks, 1,2 milljarða króna í bætur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga. Meira »

Sveinn Andri áfram skiptastjóri

5.4. Sveinn Andri Sveinsson verður áfram skiptastjóri þrotabús WOW air, samkvæmt dómstjóra héraðdóms. Krafa frá Arion banka um að hann yrði settur af var tekin fyrir á fundi í gær. Bankinn ætlar með málið fyrir dómstóla. Meira »

Enginn dómur enn fallið

19.7. Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Landsréttur hafnar beiðni um matsmenn

19.7. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur, sem hafnað í vor beiðni Valitors um dóm­kvaðningu tveggja mats­manna í máli fyr­ir­tækj­anna Datacell og Suns­hine Press Producti­ons (SPP), sem er íslenskt dótturfyrirtæki Wikileaks, gegn Valitor. Meira »

Kröfu um kyrrsetningu á eignum hafnað

8.6. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitor. Í fréttatilkynningu frá Valitor segir að ákvörðunin komi ekki á óvart enda telji Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast, auk þess sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði áður hafnað sömu kröfu. Meira »

Beiðni um tvo matsmenn hafnað

26.4.2018 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Valitors um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Prodictions gegn Valitor. Meira »

Valitor ekki tekið til gjaldþrotaskipta

3.3.2015 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu Datacell og Sunshine Press Productions um að bú Valitors verði tekið til gjaldþrotaskipta. Greinargerð sem lögð var fram í málinu var ekki talin hafa sönnunargildi í málinu. Meira »

Krefjast 8 milljarða frá Valitor

24.2.2015 Datacell og Sunshine Press Production hafa stefnt Valitor vegna rúmlega átta milljarða skaðabótakröfu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Valitor um málskostnaðartryggingu og hefur Valitor nú fjögurra vikna frest til þess að skila greinargerð. Meira »

Gleymdi að geta ástæðna kæru

4.12.2014 Hæstiréttur hefur vísað frá máli Datacell og Sunshine Press Productions en fyrirtækin kærðu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna beri kröfu um dómkvaðningu matsmanns vegna ætlaðs tjóns af lokun Valitor á greiðslugátt uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks. Meira »

Kortafyrirtækin kyrktu Wikileaks

30.10.2014 „Allt er þetta að undirlagi stjórnvalda í Washington,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson þegar hann krafðist þess fyrir dómi í morgun að matsmenn verði dómkvaddir til að meta tjón Wikileaks á því að íslenska kortafyrirtækið Valitor lokaði á greiðslugátt félagsins í júní 2011. Meira »

Tjón Wikileaks nemur milljörðum

13.6.2014 Í dag verður dómskvaðning matsmanna í máli Datacell og Sunshine press production, rekstrarfélags Wikileaks, gegn Valitor. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður stefnenda, segir að farið verði fram á að alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki verði fengið til að meta tjónið af því að Valitor lokaði á að kortagreiðslur. Meira »

Undirbúa milljarða skaðabótakröfu

10.5.2013 Uppljóstrunarvefurinn Wikileaks og íslenska tölvufyrirtækið Datacell undirbúa nú skaðabótamál á hendur greiðslukortafyrirtækinu Valitor fyrir að hafa komið í veg fyrir að kortagreiðslur bærust til Wkileaks. Meira »

Valitor ber að opna greiðslugáttina

24.4.2013 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms í máli Datacell gegn Valitor. Ber Valitor því að opna greiðslugátt samkvæmt samningi aðilanna. Meira »

Brutu ekki reglur ESB

27.11.2012 Visa Europe og önnur kortafyrirtæki brutu ekki samkeppnislög Evrópusambandsins með því að loka greiðslugátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks, að sögn talsmanns framkvæmdastjórnar ESB. Meira »

Valitor leiðir vitni fyrir dóm

30.10.2012 Greiðslukortafyrirtækið Valitor mun á morgun leiða fyrir héraðsdóm vitni í máli Datacell gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu Valitor í óhag og fann jafnframt að því að tilteknir starfsmenn fyrirtækisins gáfu ekki skýrslu fyrir dómi. Vitnaskýrslan kemur aðeins til álita fyrir Hæstarétti. Meira »

Segja Valitor hóta almenningi

25.7.2012 Wikileaks og Datacell segja að Valitor hafa tekið sér stöðu með bandarísku kortarisunum gegn íslenskum neytendum og taki fullan þátt í aðför gegn WikiLeaks. „Valitor hefur því vegna hótana, þrýstings eða að eigin frumkvæði ákveðið að taka þátt í einkavæðingu pólitískrar ritskoðunar sem VISA, MasterCard og fleiri beita WikiLeaks.“ Meira »

Valitor vísar máli Datacell til Hæstaréttar

24.7.2012 Valitor vísaði í dag til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júlí sl. í máli Datacell gegn Valitor en í dómi Héraðsdóms var Valitor gert að veita Datacell greiðsluþjónustu. Meira »

„Við sigruðum þá á Íslandi“

18.7.2012 Vefsíðan WikiLeaks tilkynnti í dag að síðan hefði fundið leið til þess að taka við frjálsum framlögum þrátt fyrir að greiðslugátt DataCell, sem notuð hefur verið til þess að safna slíkum framlögum fyrir síðuna, hafi verið lokuð frá því í desember árið 2010. Meira »

Hafna aðdróttunum Árna Þórs

13.7.2012 Valitor segist hafna alfarið aðdróttunum Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, um að fyrirtækið hefði sagt Alþingi ósatt.   Meira »

Spyr hvort Valitor hafi sagt Alþingi ósatt

13.7.2012 „Þegar þetta er skoðað verður því ekki komist hjá því að spyrja hvort kortafyrirtækin hafi sagt Alþingi ósatt um aðkomu sína að málinu og þann ásetning, sem nú blasir við, að loka fyrir viðskipti við DataCell og greiðslur til Wikileaks,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Facebook-síðu sinni. Meira »

„Ekki trúleg skýring“ Valitors

12.7.2012 „Niðurstaðan var í samræmi við mínar væntingar. Þeir báru því við að þeir hefðu ekki vitað af því að greiðslugáttin væri ætluð til söfnunar fyrir WikiLeaks. Það var ekki trúleg skýring,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell. Meira »

Wikileaks hrósar sigri

12.7.2012 Wikileaks hrósar sigri í yfirlýsingu um dóm í máli DataCell gegn Valitor í dag. Dómurinn féll DataCell í vil en félagið hýsir vefsíður Wikileaks. Meira »

Valitor mun áfrýja dómnum

12.7.2012 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli DataCell gegn fyrirtækinu koma mjög á óvart. Þegar hefur verið tekin sú ákvörðun að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Óvíst er þó hvort greiðslugátt DataCell verður opnuð að nýju, verið er að meta áhrif dómsins. Meira »

Hlaut að vera ljós tilgangurinn

12.7.2012 Héraðsdómur Reykjavíkur segir að Valitor hafi hlotið að vera ljós tilgangur DataCell með notkun greiðslugáttar sem sótt var um, þ.e. að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks. Ekki var fallist á að rifta hafi mátt samningnum vegna brostinna eða rangra forsenda. Meira »

Stór dagur fyrir málfrelsið í heiminum

12.7.2012 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að gera Valitor að opna greiðslugátt DataCell sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks er stór dagur fyrir málfrelsið í heiminum. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell. Meira »

Valitor þarf að opna greiðslugáttina

12.7.2012 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Valitor verði að opna greiðslugátt DataCell innan fjórtán daga. Um er að ræða gátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks. Meira »