LAMBASKANKI í GRÆNMETIS SÓSU

mynd með uppskrift
Hráefni
» 4 lambaskankar (leggir)
» 500 ml soð (vatn og Kraftur)
» 2 laukar
» 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til)

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 lambaskankar (leggir) 500 ml soð (vatn og kraftur) 2 laukar 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til)

Aðferð

Hitum ofninn í 165 gráður. Hitum olíuna í víðum þykkbotna potti sem þolir að fara í bakarofn. Kryddum skankana vel með salti og pipar og brúnum þá á öllum hliðum. Skerum nú laukana í sneiðar og dreifum þeim á milli skankanna. Hellum soði yfir. Kryddum með lárviðarlaufum, hitum allt upp að suðumarki leggjum þá lok yfir og setjum í ofninn. Látum réttinn malla í 2 1/2 klukkutíma. Bætum grænmeti  saman við og steikjum í 15-20 mínútur í viðbót. Smökkum soðið og bragðbætum það með pipar og salti eftir þörfum. Berum kjötið fram með lauknum, grænmetinu og soðinu. Bæði ofnbakaðar kartöflur og kartöflustappa bragðbætt með hvítlauk fara mjög vel með þessu.      

Uppskrift úr bókinni Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)  

TIPS:  það er mjög gott að nota ítölsk krydd í þennan rétt, t.d. lárviðarlauf, basilíku eða rósmarín.

LAUKSÚPA

21.10.2011 innkaupalisti fyrir undir 2000kr. 4 laukar ristað brauð ostur   Meira »

KRYDD FYLLTAR KJÚKLINGA BRINGUR

23.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. má líka fylla Kalkúnabringur með þessari fyllingu en þá er það dýrara 4stk kjúklingabringur með skinni 4 fransbrauðsneiðar þurrkaðar (eða ristaðar) 15 g steinselja eða aðrar kryddjurtir (ein handfylli) 1/2 hvítlauksgeiri 15 g stofuheitt smjör Meira »

Steiktur steinbítur með sítrónu smjöri og íslenskri rófu

5.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 800g steinbítur 1 sítróna 200g smjör 500g Nýjar kartöflur 1 rófa Góð olía Salt og pipar Meira »

BLÓMKÁLSSÚPA MEÐ BLÓMKÁLSKURLI

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1 1/2 blómkálshaus 400 ml rjómi 400 ml nýmjólk Safi úr hálfri sítrónu   Meira »

NORMALBRAUÐ (OG MALTBRAUÐ)

19.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr. 500 g hveiti 400 g rúgsigtimjöl(sigtimjöl) 20 g salt 30 g þurrger (2 bréf)   Meira »

SNITTUBRAUÐ

5.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr 25 g pressuger, 1,7 g hveiti,2 tsk salt   Meira »

Íslenskt bygg-otto með villisveppum og ristuðu rótargrænmeti

21.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 300 gr íslenskt bankabygg 10 stk sveppir ½ laukur 1 dl rjómi 1 msk smjör 1 rófa 6 gulrætur Í eldhúsinu Olía vatn Salt Pipar Lárviðarlauf Bygg sett í pott Meira »

langa í karrísósu með hýðisgrjónum

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.160-180 gr hreinsaður fiskur á mann ½ bolli hýðisgrjón ósoðin 2 stk laukur 2 stk gulrætur 400 gr seljurót 1 matskeið karrí 1 desilíter matreiðslurjómi 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur salt og pipar olía til steikingar Meira »