langa í karrísósu með hýðisgrjónum

Hráefni
» 160-180 gr hreinsaður fiskur á mann
» ½ bolli hýðisgrjón ósoðin
» 2 stk laukur
» 2 stk gulrætur
» 400 gr seljurót
» 1 matskeið karrí
» 1 desilíter matreiðslurjómi
» 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl
» 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur
» eftir smekk salt og pipar
» olía til steikingar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.160-180 gr hreinsaður fiskur á mann ½ bolli hýðisgrjón ósoðin 2 stk laukur 2 stk gulrætur 400 gr seljurót 1 matskeið karrí 1 desilíter matreiðslurjómi 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur salt og pipar olía til steikingar

Aðferð

Skerið fiskinn í ca 80-90 gr steikur. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum(ca. 35-45 mín)
Steikið síðan fiskinn létt á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Á með fiskurinn er á pönnunni er grænmetið skolað, skrælt og sneitt í fremur smáa stöngla og síðan sett í pönnuna á eftir fiskinum.
Þessu er síðan raðað í eldfast mót og smá vatn sett í pönnuna og smakkað til ásamt því að vera þykkt svo úr verði karrísósa.
Sósunni er hellt yfir fiskinn og bakað við 160°C í u.þ.b. 20 mín(fer eftir þykkt á steikunum).
Leyft að standa í nokkrar mínútur og framreitt með hýðisgrjónum og e.t.v. fersku tómat-og gúrkusalati.

Ribeye-salat með agúrku og selleríi

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 400 g 2 cm þykkar ribeye-steikur 2 pokar kál 1 agúrka 3 stilkar sellerí 2 msk balsamedik Í eldhúsinu: 3 msk ólífuolía salt og ferskur malaður svartur pipar Meira »

STERKKRYDDAÐUR KARFI

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 karfaflak 1 msk karrí 1 msk engiferduft, 1 sítróna 2 msk salt 1msk svartur pipar Meira »

Að grafa lax

23.12.2011 Innkaupalist fyrir 4 undir 2000kr. ódýrt er að grafa sinn eigin lax og gera kalt borð EINIBERJA GRAFIN LAX Lax Einiber Grænn pipar Salt & sykur Venjulegur GRAFLAX 4 msk. salt 3 msk. dill brúnt 2 msk. sykur 2 msk. dill grænt Meira »

Plokkfiskur

21.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 600 g hvítur fiskur ½ l mjólk 3-4 soðnar kartöflur 1 laukur Í eldhúsinu: ½ dl hveiti olía salt og pipar Meira »

NORMALBRAUÐ (OG MALTBRAUÐ)

19.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr. 500 g hveiti 400 g rúgsigtimjöl(sigtimjöl) 20 g salt 30 g þurrger (2 bréf)   Meira »

Folaldafille á spjóti með piparsósu og kartöflusmælki

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 120 gr á mann af folaldafille eða öðrum meyrum vöðva. 1 box sveppir 1 stk rauð paprika 1 stk rauðlaukur 1 stk kúrbítur 120 gr á mann af smáum kartöflum 1 matskeið svartur pipar mulinn 1 matskeið hafsalt gróft 1 teskeið sojasósa 1 desilíter matarolía 1 desilíter 10% sýrður rjómi 1 teskeið flórsykur 2 grillspjót á mann Meira »

Kjúklingasalat með rauðlauk

28.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1 kjúklingur ½ saxaður rauðlaukur 1 búnt klettasalat kryddjurtir að eigin vali ber, til dæmis kirsuber eða bláber Í eldhúsinu: Olía salt og pipar Meira »

STEIKTUR ÞORSKUR

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g þorskur 100 g laukur 1 stk sítróna 200 g smjör Olía   Meira »