langa í karrísósu með hýðisgrjónum

Hráefni
» 160-180 gr hreinsaður fiskur á mann
» ½ bolli hýðisgrjón ósoðin
» 2 stk laukur
» 2 stk gulrætur
» 400 gr seljurót
» 1 matskeið karrí
» 1 desilíter matreiðslurjómi
» 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl
» 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur
» eftir smekk salt og pipar
» olía til steikingar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.160-180 gr hreinsaður fiskur á mann ½ bolli hýðisgrjón ósoðin 2 stk laukur 2 stk gulrætur 400 gr seljurót 1 matskeið karrí 1 desilíter matreiðslurjómi 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur salt og pipar olía til steikingar

Aðferð

Skerið fiskinn í ca 80-90 gr steikur. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum(ca. 35-45 mín)
Steikið síðan fiskinn létt á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Á með fiskurinn er á pönnunni er grænmetið skolað, skrælt og sneitt í fremur smáa stöngla og síðan sett í pönnuna á eftir fiskinum.
Þessu er síðan raðað í eldfast mót og smá vatn sett í pönnuna og smakkað til ásamt því að vera þykkt svo úr verði karrísósa.
Sósunni er hellt yfir fiskinn og bakað við 160°C í u.þ.b. 20 mín(fer eftir þykkt á steikunum).
Leyft að standa í nokkrar mínútur og framreitt með hýðisgrjónum og e.t.v. fersku tómat-og gúrkusalati.

STEIKT HRÍSGRJÓN MEÐ ENGIFER, APRIKÓSUM OG HNETUM.

21.11.2011 Innkaupalisti fyri 4 undir 2000kr 200 g hrísgrjón (hvaða tegund sem er) 2 pokar þurrkaðar aprikósur 40 g engifer 100 g blandaðar hnetur Meira »

KARTÖFLU RÖSTI MEÐ REYKTUR LAX

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 4 meðalstórar kartöflur 50ml olía 50ml sýrður rjómi 4 sneiðar reyktur lax salat   Meira »

Plokkfiskur

21.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 600 g hvítur fiskur ½ l mjólk 3-4 soðnar kartöflur 1 laukur Í eldhúsinu: ½ dl hveiti olía salt og pipar Meira »

Heilhveitipönnukökur með hangikjötskurli

5.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 100 g heilhveiti 2 egg 400 g rjómaostur 2 búnt graslaukur 400 g fitulítið hangikjöt Í eldhúsinu: 500 ml mjólk 25 g bráðið smjör Meira »

FISKISÚPA KRYDDUÐ MEÐ KÓKOS OG KARRÝ

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 1 l fiski soð (vatn + kraftur ) 1 dós kókosmjólk 1 msk karrý 1 epli   Meira »

Hangikjöt með uppstúf

20.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr hægt er að nota hangikjöt á beini úr frampart til að lækka hráefnisverðið. 800g hangikjöt úr frampart 1 l mjólk ögn ferskt mulið múskat Í eldhúsinu: Vatn 50 g smjör 50 g hveiti 1-2 msk sykur ögn af pipar og ½ tsk salt Meira »

Hjörtu með eldpipar, sveppum og engifer

4.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 900 g lambahjörtu 1 rauðlaukur 1 msk ferskur engifer, 1 rauður eldpipar (chili) 3 sellerístilkar Í eldhúsinu: Salt og pipar Meira »

Ódýr kjúklingabaunaréttur

21.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 400 gr laxaflak 300 gr kús kús 250 gr kjúklingabaunir úr dós 1 stk hvítlauksgeiri 1 tsk sítrónusafi Úr eldhúsinu 1/2 dl Ólívuolía Olía til steikingar 1 tsk cummin Salt Pipar Vatn Meira »