Ribeye-salat með agúrku og selleríi

mynd með uppskrift
Hráefni
» 400 g 2 cm þykkar ribeye-steikur
» 2 pokar kál
» 1 agúrka
» 3 stilkar sellerí
» 2 msk balsamedik
» 3 msk ólífuolía
» salt og ferskur malaður svartur pipar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 400 g 2 cm þykkar ribeye-steikur 2 pokar kál 1 agúrka 3 stilkar sellerí 2 msk balsamedik Í eldhúsinu: 3 msk ólífuolía salt og ferskur malaður svartur pipar

Aðferð

Hitið pönnu með 1 msk ólífuolíu. Kryddið nautasteikurnar
með salti og pipar. Þegar pannan byrjar að rjúka eru
steikurnar settar út á. Leyfið þeim að eldast í 3 til 4
mínútur á hvorri hlið án þess að hreyfa þær. Þetta mun
skapa góða steikarskán. Látið hvíla í 10 mínútur fyrir
skurð.
Setjið kálið í skál eða á disk. Blandið saman ólífuolíu og
balsamediki ásamt kjötsafanum sem runnið hefur af
steiktu kjötinu. Kryddið með salti og pipar.
Skerið kjötið í sneiðar. Leggið þær ofan á kálið og setjið
agúrkur og sellerí með balsamdressingu þar yfir.
Gott er að nota grænmetisflysjara til að skera
grænmetið í strimla.
Það er hægt að bæta við stökku beikoni eða
brauðteningum til að fá stökka áferð í salatið.
Uppskrift úr Eldum Íslenskt með kokkalandsliðinu (ný bók)

LAMBASKANKI í GRÆNMETIS SÓSU

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 lambaskankar (leggir) 500 ml soð (vatn og kraftur) 2 laukar 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til) Meira »

Ristaðar svínakótilettur

5.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g svínakótilettur 100 ml maltöl 50 ml sæt sojasósa 1 kjarnhreinsaður eldpipar (chili) safi og börkur af ½ lime Meira »

GRÆNMETISSÚPA

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 225 g kál eða grænmeti (notum það sem til er í ísskápnum) 100 g tómatar 50 g litlar pastamakarónur eða brotið spagettí Meira »

FISKISÚPA KRYDDUÐ MEÐ KÓKOS OG KARRÝ

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 1 l fiski soð (vatn + kraftur ) 1 dós kókosmjólk 1 msk karrý 1 epli   Meira »

STERKKRYDDAÐUR KARFI

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 karfaflak 1 msk karrí 1 msk engiferduft, 1 sítróna 2 msk salt 1msk svartur pipar Meira »

Steiktur þorskur

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 þorskhnakkar (180-200 g stk.) rifinn börkur af 1 sítrónu Í eldhúsinu: Olía 50 g sykur 70 g salt kartöflur grænmeti að eigin vali Meira »

Kjúklingasalat með rauðlauk

28.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1 kjúklingur ½ saxaður rauðlaukur 1 búnt klettasalat kryddjurtir að eigin vali ber, til dæmis kirsuber eða bláber Í eldhúsinu: Olía salt og pipar Meira »

INDVERSKT BRAUÐ með salati

23.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 2 1/2 tsk þurrger (1/2 pakki) 1 tsk matar sóti 7-8 dl hveiti 300 ml vatn 1 msk olía 1 tsk salt Salat og sýrður rjómi Meira »