PASTA CARBONARA

mynd með uppskrift
Hráefni
» 600 g pasta
» 1 pakki beikon
» 3 eggjarauður
» 250 ml rjómi
» eftir smekk Salt
» eftir smekk pipar
» ögn ólífuolía

Fyrir 4

innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr. 600 g pasta 1 pakki beikon 3 eggjarauður 250 ml rjómi Salt pipar ólífuolía

Aðferð

Skerum beikonið í bita og steikjum það þar til það er orðið stökkt, tökum það þá af pönnunni. Sjóðum pastað í léttsöltu vatni með smá olídreitli út í. Þegar pastað er soðið skolum við það og setjum á pönnuna á lágum hita.  Setjum beikonið út í ásamt rjómanum, kryddum með salt og pipar eftir smekk og leifum rjómanum að þykkna. Tökum pönnuna af heitri hellunni. Pískum eggjarauðurnar saman í skál og setjum þær saman við pastaréttinn, hrærum í á meðan.  Það er mikilvægt að pastarétturinn sé ekki sjóðandi heitur þegar eggjarauðurnar fara saman við hann svo þær hlaupi ekki. Berum fram með góðu brauði.

Uppskrift úr bókinni Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)

Sumum finnst gott að hafa parmesanost með pasta og hann á vel við Carbonara.

STEIKTUR SALTFISKUR MEÐ ÓLÍFUM, HVÍTLAUK OG RAUÐUM PIPAR

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g útvatnaður saltfiskur 1-2 stk. rauður ferskur pipar (chillí) 1 dl svartar ólífur 4-6 hvítlauksgeirar Meira »

KARTÖFLU RÖSTI MEÐ REYKTUR LAX

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 4 meðalstórar kartöflur 50ml olía 50ml sýrður rjómi 4 sneiðar reyktur lax salat   Meira »

Kjötbollur í brúnni rauðvínssósu

20.12.2011 Innkaupalist fyrir 4 undir 2000kr. 500 g nautahakk 4 laukar 1 egg 250 ml rjómi 100 ml rauðvín Í eldhúsinu: 30 g hveiti 50 ml mjólk 400 ml kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraftur) olía salt og pipar Meira »

LAUKSÚPA

21.10.2011 innkaupalisti fyrir undir 2000kr. 4 laukar ristað brauð ostur   Meira »

Kjúklingavængir með smjöri, maltöli og hvítlauk

21.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1,4 kg kjúklingavængir 115 g smjör 200 ml maltöl 2 hvítlauksrif ögn af cayennepipar Í eldhúsinu: Salt og pipar Meira »

SÓLKOLI Á SPÍNATBEÐI

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 800 g sólkolaflök 100 g ferskt spínat (greinin tekin úr) 100 g smjör 1 dl rjómi   Meira »

Heilhveitipönnukökur með hangikjötskurli

5.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 100 g heilhveiti 2 egg 400 g rjómaostur 2 búnt graslaukur 400 g fitulítið hangikjöt Í eldhúsinu: 500 ml mjólk 25 g bráðið smjör Meira »

Fiskisúpa með ítölskum blæ

30.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr Fiskur eða fiskbein Laukur Gulrætur Sellerí Steinselja Hvítlaukur, lárviðarlauf, dill, Fiskikrydd Grænmetiskraftur Tómarpurre Meira »