Fjallaborgir Sikileyjar heimsóttar

Ítalía | 21. apríl 2019

Fjallaborgir Sikileyjar heimsóttar

Ekið var meðfram ströndinni og reyndist hér miklu gróðursælla en séð var fyrir. Mikil garðyrkja, sítrónutré áberandi og gróðurhúsaþyrpingar stórar. Þegar leið á aksturinn varð umhverfið fjalllendara og stór gil og skorningar tóku við. Þannig háttar einmitt til með bæjarstæði Ragusa og Modica sem kúra í bröttum fjallshlíðum þannig að það tekur vel á að skoða þær, bæði fyrir lofthrædda og fótfúna.

Fjallaborgir Sikileyjar heimsóttar

Ítalía | 21. apríl 2019

Kæruleysislegur andi einkennir fólkið á Sikiley.
Kæruleysislegur andi einkennir fólkið á Sikiley. Ljósmynd/Aðsend

Ekið var meðfram ströndinni og reyndist hér miklu gróðursælla en séð var fyrir. Mikil garðyrkja, sítrónutré áberandi og gróðurhúsaþyrpingar stórar. Þegar leið á aksturinn varð umhverfið fjalllendara og stór gil og skorningar tóku við. Þannig háttar einmitt til með bæjarstæði Ragusa og Modica sem kúra í bröttum fjallshlíðum þannig að það tekur vel á að skoða þær, bæði fyrir lofthrædda og fótfúna.

Ekið var meðfram ströndinni og reyndist hér miklu gróðursælla en séð var fyrir. Mikil garðyrkja, sítrónutré áberandi og gróðurhúsaþyrpingar stórar. Þegar leið á aksturinn varð umhverfið fjalllendara og stór gil og skorningar tóku við. Þannig háttar einmitt til með bæjarstæði Ragusa og Modica sem kúra í bröttum fjallshlíðum þannig að það tekur vel á að skoða þær, bæði fyrir lofthrædda og fótfúna.

Báðar borgirnar voru lengi vel ekkert sérlega vinsælar meðal ferðamanna sem frekar vildu skoða Palermo, Messina eða Sýrakúsu, auk strandþorpa Sikileyjar. Það breytir því ekki að borgirnar eru sérlega fallegar og hafa báðar verið settar á heimsminjaskrá UNESCO, svona nokkurn veginn eins og þær leggja sig. Þær eru taldar sýna barokkstíl endurreisnarinnar mjög vel en eftir að hafa farið illa út úr jarðskjálftanum stóra árið 1693 voru þær endurbyggðar. Fyrir vikið varð til heildstæð bæjarmynd í barokkstíl sem er óneitanlega svipmikil og falleg. Að hluta til leiddi þetta til þess að það varð til bæði gamli og nýi hlutinn í þessum bæjum, ferðamönnum dagsins í dag til ánægjuauka. Því miður gafst ekki færi á löngu stoppi, rétt náðist að ráfa á milli höfuðkirkna og snæða hádegisverð í Modica. Bærinn Noto varð að bíða en hann sómir sér vel í þessu þríeyki og stendur þeim Ragusa og Modica víst ekkert að baki.

Bæjarstæði Ragusa og Modica kúra í bröttum fjallshlíðum.
Bæjarstæði Ragusa og Modica kúra í bröttum fjallshlíðum. Ljósmynd/Aðsend

Mataræðið breytist upp til fjalla, fiskréttirnir vinsælu í Sýrakúsu hverfa fyrir olíusoðnum kjötréttum. Grænmeti skipar sem fyrr lykilhlutverk og matur góður eins og oftast á Ítalíu. Modica er síðan þekkt fyrir súkkulaði sitt sem er komið til Sikileyjar frá Spáni og þaðan frá Mið-Ameríku úr smiðju Azteka. Súkkulaðið er ekki með neinni mjólk og kornótt og þurrt undir tönn en afar gómsætt. Þetta er hins vegar áminning um þá alþjóðlegu strauma sem leika um Sikiley eins og fararstjóri okkar, Dario Cafiso, benti á en hann hefur ekki hið dæmigerða ítalska útlit og í nafni hans eru arabískir stofnar. Þá má geta þess að nóbelsskáldið Salvatore Quasimodo er fæddur í Modica og hús hans nú safn.

Bæir eða borgir

Ragusa og Modica eru litlar borgir eða stórir bæir, fer svona eftir því hvernig á þær er litið. Á báðum stöðum búa á milli 80 og 90 þúsund manns en Ragusa er meiri stjórnsýslumiðstöð og er það reyndar hennar helsta hlutverk. Þetta er til þess að gera auðugt svæði á Ítalíu, hvað veldur er erfitt að segja en í Ragusa er mjólkuriðnaður Sikileyjar þótt ekki tækist mér að sjá margar mjólkurkýr á beit! Hvar bestu mjólkurkýrnar eru geymdar er mér enn ráðgáta! Í Ragusa er einnig fjármálamiðstöð héraðsins og einn háskóli sem sérhæfir sig í tungumálakennslu. Iðnað er að finna á svæðinu en það kom nokkuð á óvart að frétta af því að á Sikiley er unnin olía og hefur eyjan um langt skeið notið nokkurra olíulinda auk stærstu olíuhreinsunarstöðvar Miðjarðarhafsins. Lífið snýst því ekki eingöngu um sítrónu- og ólífutré sem hér er þó nóg af. Og eins og víðar er landbúnaðurinn hryggjarstykkið í framleiðslunni.

En atvinnuástandið er ekki allt of bjart á Sikiley frekar en annars staðar á Ítalíu og ungu fólki gengur herfilega að fá vinnu sagði Dario leiðsögumaður okkur. „Og hvað gerir þá unga fólkið?“ spurði ég. Það flyst burtu, ekki bara norður heldur út um allan heim, sagði Dario. Hann var ósáttur við stjórnmálin en heldur sáttari við Evrópusambandið þegar ég spurði hann. En svona eru stjórnmálin á Ítalíu, það breytist seint, sagði hann og yppti öxlum í þeim kæruleysislega anda sem einkennir fólk hér á Sikiley.

mbl.is