„Miðjupartsvítamín“ Kardashian vekur furðu

Kardashian | 7. febrúar 2023

„Miðjupartsvítamín“ Kardashian vekur furðu

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur á undanförnum misserum farið að færa sig yfir í heilsu- og lífsstílsheiminn. Á síðasta ári setti hún á markað vítamín undir nafninu Lemme og hefur eitt og annað bæst í línuna síðan þá. Nýjast er vítamín sem sagt er stuðla að bættri heilsu píkunnar. BBC fjallaði um málið.

„Miðjupartsvítamín“ Kardashian vekur furðu

Kardashian | 7. febrúar 2023

Píkuvítamín Kourtney Kardashian hefur vakið furðu.
Píkuvítamín Kourtney Kardashian hefur vakið furðu. AFP/Jean-Baptiste Lacroix

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur á undanförnum misserum farið að færa sig yfir í heilsu- og lífsstílsheiminn. Á síðasta ári setti hún á markað vítamín undir nafninu Lemme og hefur eitt og annað bæst í línuna síðan þá. Nýjast er vítamín sem sagt er stuðla að bættri heilsu píkunnar. BBC fjallaði um málið.

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur á undanförnum misserum farið að færa sig yfir í heilsu- og lífsstílsheiminn. Á síðasta ári setti hún á markað vítamín undir nafninu Lemme og hefur eitt og annað bæst í línuna síðan þá. Nýjast er vítamín sem sagt er stuðla að bættri heilsu píkunnar. BBC fjallaði um málið.

Sérfræðingar hafa furðað sig á þessu vítamíni sem Kardashian auglýsir nú á öllum sínum miðlum. Um er að ræða vítamín í formi gúmmíbangsa. „Píkuheilsa er rosalega mikilvæg fyrir heilsu kvenna (og það er ekki nógu mikið talað um það) og þess vegna erum við svo spennt að koma með þetta á markað,“ stendur undir færslu Kardashian um píkuvítamínið.

Ein af fullyrðingum Kardashian um vítamínið er að það geti breytt bragði píkunnar. „Gefðu píkunni þinni eftirréttinn sem hún á skilið (og breyttu henni í gómsætan bita),“ skrifar Kardashian.

Kardashian segist nota ananas og C vítamín til að bæta heilsu píkunnar og einnig sýrustig píkunnar.

Ananas breyti ekki bragði píkunnar

Kvensjúkdómalæknirinn Jen Gunter fjallaði um píkuvítamín Kardashian á Instagram, en Gunter er meðal annars höfundur Píkubiblíunnar (e. The Vagina Bible).

„Ef einhver segir þér að píkan þín sé ekki fersk eða að þú þurfir að bragðbæta hana, þá er viðkomandi uppfullur af kvenhatri og vond manneskja. Já þar á meðal ert þú og Kourtney Kardashian og Lemme,“ skrifaði Gunter og merkti Kardashian í færsluna. Hún hrakti líka fullyrðingu Kardashian um að ananas geti breytt bragðinu af píkum.

„Farðu til læknis – ekki Kardashian“

Maddi Dann, bráðalæknir sem reglulega fræðir fylgjendur sína um kynheilbrigði á samfélagsmiðlum, sagði í viðtali við BBC að hún telji að píkuvítamín eins og Kardashian setti á markað virki ekki.

Dann sagði að allar píkur væru ólíkar, bragð, lykt og útferð væri mismunandi eftir einstaklingum. „Með þessari vöru er gefið í skyn að allar píkur þurfi að bragðast eins, lykta eins og vera eins. Og það er bara ekki raunhæft,“ sagði Dann. Hún hefur áhyggjur af því að konur haldi að eitthvað sé að þeirra píkum, þegar þær eru bara fullkomlega eðlilegar.

Hennar helsta ráð til kvenna er að fylgjast með píkunni sinni og ef eitthvað breytist, leita þá aðstoðar hjá sérfræðingum. „Ef lyktin eða útferðin breytist, farðu til læknis – ekki Kardashian,“ sagði Dann.

mbl.is