Telur að ný miðlunartillaga gæti verið lausnin

Kjaraviðræður | 24. febrúar 2023

Telur að ný miðlunartillaga gæti verið lausnin

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir nauðsynlegt að bregðast við aðstæðum sem komnar eru upp í efnahagslífinu hér á landi, sérstaklega með hliðsjón af hárri verðbólgu og gjaldskrárhækkunum og telur að miðlunartillaga gæti verið lausnin til að ná samningum milli Samtaka atvinnulífsins.

Telur að ný miðlunartillaga gæti verið lausnin

Kjaraviðræður | 24. febrúar 2023

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir nauðsynlegt að bregðast við aðstæðum sem komnar eru upp í efnahagslífinu hér á landi, sérstaklega með hliðsjón af hárri verðbólgu og gjaldskrárhækkunum og telur að miðlunartillaga gæti verið lausnin til að ná samningum milli Samtaka atvinnulífsins.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir nauðsynlegt að bregðast við aðstæðum sem komnar eru upp í efnahagslífinu hér á landi, sérstaklega með hliðsjón af hárri verðbólgu og gjaldskrárhækkunum og telur að miðlunartillaga gæti verið lausnin til að ná samningum milli Samtaka atvinnulífsins.

Þetta sagði Kristján í samtali við mbl.is fyrir formannafund ASÍ, sem fram fór klukkan 11 í morgun í húsi Fagfélaganna.

Staðan snúin og nauðsyn að miðla málum

Hann segir að staðan sé snúin og að nauðsynlegt sé að samningsaðilar finni leið til að setjast við samningaborðið.

„Ef það leiðir ekki til samnings, þá getur sáttasemjari beitt úrræði sem að hann hefur í höndunum sem er að fara fram með miðlunartillögu. Það gæti orðið leið sem er nauðsynleg til að ná lendingu, en þá þarf hann að miðla málum beggja aðila.“

Kristján segir þó að fyrri miðlunartillaga, sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari setti fram, hafi verið ótímabær. Ekki hafi verið komið upp ástand sem kallaði á slíka tillögu, en núna sé komin upp önnur staða, þar sem deiluaðilar séu komnir lengra í sínu samtali og aðgerðum.

mbl.is