Þrír glæsikjólar á fimm dögum

Fatastíllinn | 10. nóvember 2023

Þrír glæsikjólar á fimm dögum

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er dugleg við að láta sjá sig á opinberum viðburðum fræga fólksins. Hún er ávallt glæsileg til fara, en fatahönnuðir keppast um að klæða hana fyrir stjörnum prýdda viðburði Hollywood enda vekur hún alltaf mikla athygli á hinum svokallaða rauða dregli.

Þrír glæsikjólar á fimm dögum

Fatastíllinn | 10. nóvember 2023

Kardashian klikkar seint!
Kardashian klikkar seint! Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er dugleg við að láta sjá sig á opinberum viðburðum fræga fólksins. Hún er ávallt glæsileg til fara, en fatahönnuðir keppast um að klæða hana fyrir stjörnum prýdda viðburði Hollywood enda vekur hún alltaf mikla athygli á hinum svokallaða rauða dregli.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er dugleg við að láta sjá sig á opinberum viðburðum fræga fólksins. Hún er ávallt glæsileg til fara, en fatahönnuðir keppast um að klæða hana fyrir stjörnum prýdda viðburði Hollywood enda vekur hún alltaf mikla athygli á hinum svokallaða rauða dregli.

Á síðustu dögum hefur næstelsta Kardashian-systirin mætt á þrjá stóra viðburði, bæði í Los Angeles og New York, og tjaldað hverjum glæsikjólnum á fætur öðrum.

Á laugardagskvöld var hún viðstödd LACMA Art + Film Gala viðburðinn í Los Angeles. Kardashian vakti mikla athygli fyrir kjólinn sinn frá Balenciaga Couture, enda gullfallegur og í anda Marilyn Monroe. Aðeins rúmum sólarhring síðar var hún mætt til New York þar sem hún gekk hvíta dregilinn á CFDA-verðlaunahátíðinni. Kardashian mætti í glæsilegum Chrome Hearts síðkjól með kúllukraga.

Raunveruleikastjarnan lét sig sömuleiðis ekki vanta við opnun nýju Swarovski-verslunarinnar á Fifth Avenue á þriðjudag. Hún klæddi sig í Swarovski-kristalla í tilefni dagsins, en austurríska kristalsfyrirtækið tilkynnti á dögunum um samstarf Swarovski við SKIMS, sem var stofnað af Kardashian árið 2019.

AFP
DIA DIPASUPILmbl.is