Þekktir Íslendingar rifja upp gamla daga

Poppkúltúr | 2. febrúar 2024

Þekktir Íslendingar rifja upp gamla daga

Fjölmargir svöruðu áskorun í sögu á Instagram í vikunni. Áskorunin fólst í því að deila mynd frá því fólk var 21 árs. Á meðan sumir hafa ekkert breyst eru aðrir sem hafa breyst mjög mikið, það fer að sjálfsögðu eftir aldri. 

Þekktir Íslendingar rifja upp gamla daga

Poppkúltúr | 2. febrúar 2024

Það er alltaf gaman að rifja upp gamla tíma.
Það er alltaf gaman að rifja upp gamla tíma. Samsett mynd

Fjölmargir svöruðu áskorun í sögu á Instagram í vikunni. Áskorunin fólst í því að deila mynd frá því fólk var 21 árs. Á meðan sumir hafa ekkert breyst eru aðrir sem hafa breyst mjög mikið, það fer að sjálfsögðu eftir aldri. 

Fjölmargir svöruðu áskorun í sögu á Instagram í vikunni. Áskorunin fólst í því að deila mynd frá því fólk var 21 árs. Á meðan sumir hafa ekkert breyst eru aðrir sem hafa breyst mjög mikið, það fer að sjálfsögðu eftir aldri. 

Á meðal þeirra frægu Íslendinga sem deildu mynd af sér voru grínistinn Sóli Hólm, líkamsræktarstjarnan Sara Piana og fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason. 

Atli Fannar Bjarkason

Atli Fannar var mjög hárprúður 21 árs gamall maður. Hann birti mjög skemmtilega mynd af sér í góðum fíling í útileigu. Fjölmiðlamaðurinn klæðir sig í aðeins fleiri lög nú orðið. 

Atli Fannar Bjarkason.
Atli Fannar Bjarkason. Samsett mynd

Sólmundur Hólm Sólmundarson

Sólmundur Hólm Sólmundarson, betur þekktur sem Sóli Hólm, tók þessari hressu og skemmtilegu áskorun. Hann hefur örlítið breyst með árunum og þá kannski aðallega hárgreiðslan. Sóla Hólm þekkja allir enda einn af okkar hæfileikaríkustu skemmtikröftum. Ef að 21 árs aldursmyndin er grandskoðuð má sjá Þorvald Davíð Kristjánsson leikara við hlið hans, tveir hæfileikaríkir menn.

Sólmundur Hólm Sólmundarson.
Sólmundur Hólm Sólmundarson. Samsett mynd

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, fyrr­um at­vinnukylf­ing­ur og íþróttamaður árs­ins 2017, hefur ekki breyst mjög mikið. Hún er búin að vera lengi með eiginmanni sínum Thom­as Bojanowski og deildi mynd af þeim saman. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir birti gamla mynd af sér og eiginmanni …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir birti gamla mynd af sér og eiginmanni sínum, Thom­as Bojanowski. Samsett mynd

Sara Piana

Íslenska lík­ams­rækt­ar­stjarn­an Sara Pi­ana var lítil og saklaus þegar hún var 21 árs eins og sést á myndinni sem hún deildi á Instagram. 

Sara Piana deildi mynd af sér frá því hún var …
Sara Piana deildi mynd af sér frá því hún var 21 árs á Instagram.

Brynhildur Karlsdóttir

Tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir stóðst vart mátið og deildi mynd af sér og vinahópnum á 21. aldursárinu. Það ríkti greinilega mikil gleði í hópnum á þessu góða ári. Núna er Brynhildur gift og á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Matthíasi Tryggva Haraldssyni. 

Samsett mynd

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Plötusnúðurinn Dóra Júlía birti skemmtilega mynd af sér þar sem hún er stödd erlendis, en hún hefur greinilega ferðast á upphafsári þrítugsaldursins. Hún kunni að klæða sig á flottan hátt 21 árs gömul og kann það enn nú orðið, enda með best klæddu konum landsins.

Dóra Júlía var í útlöndum þegar hún var 21 árs …
Dóra Júlía var í útlöndum þegar hún var 21 árs gömul. Samsett mynd

Fanney Ingvarsdóttir

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, birti skemmtilegar myndir af sér frá keppnisárunum og að sjálfsögðu með kórónuna, en hún var valin Ungfrú Ísland árið 2010. 

Fanney Ingvarsdóttir kann enn að stilla sér upp.
Fanney Ingvarsdóttir kann enn að stilla sér upp. Samsett mynd

Bríet Ísis Elfar

Söngkonan Bríet átti mjög gott ár þegar hún var 21 árs og nýtti því tækifærið og birti stórskemmtilega mynd af sér frá Íslensku tónlistarverðlaununum. Hún sópaði að sér verðlaunum það árið og hefur haldið sigurför sinni áfram. Núna er hún einn dómara í Idol. 

Söngkonan Bríet hefur kannski lítið breyst enda stutt síðan hún …
Söngkonan Bríet hefur kannski lítið breyst enda stutt síðan hún var 21 árs gömul. Samsett mynd

Alexandra Sif Nikulásdóttir

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Alexandra Sif Nikulásdóttir, oftast kölluð Ale Sif, tók þátt í áskoruninni og birti mynd af sér á útskriftardaginn úr menntaskóla. Ale Sif hefur aðeins breyst með árunum en núna er hún trúlofuð Arnari Frey Bóassyni og á með honum eina dóttur, sem fæddist árið 2020. 

Samsett mynd

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir

Það hefur margt breyst í lífi Rannveigar Hildar frá því að hún var 21 árs gömul. Hún vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hún eignaðist þríbura á skírdag. 

Samsett mynd

Ingileif Friðriksdóttir 

Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona og framkvæmdastjóri Ketchup Creative, tók einnig þátt í þessari sniðugu áskorun og birti líflega andlitsmynd af sér frá yngri árum. Ingileif eignaðist dóttur í apríl á síðasta ári með eiginkonu sinni, Maríu Rut Kristinsdóttur, kynningarstýru UN Women. Hjónin eiga einnig tvo syni. 

Samsett mynd
mbl.is