Þúsundir mótmæltu í Moskvu

Alexei Navalny er einn þekktasti aðgerðasinni Rússlands.
Alexei Navalny er einn þekktasti aðgerðasinni Rússlands. AFP

Yfir hundrað mótmælendur voru handteknir í Moskvuborg í gær, þar á meðal Alexei Navalny, einn þekktasti aðgerðasinni landsins. Fjöldi mótmælenda var vel á þriðja þúsund, en mótmælin brutust út í kjölfar þess að bróðir Navalny var dæmdur í fangelsi. 

Eftir að hafa verið handtekinn var Navalny fluttur aftur á heimili sitt þar sem hann hefur setið í stofufangelsi síðan í febrúar.

Í júlí í fyrra var Navalny dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir fjár­svik og staðfesti áfrýj­un­ar­dóm­stóll sak­fell­ing­una í októ­ber. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn batt refs­ing­una hins veg­ar skil­orði og var Navalny því sleppt úr haldi.

Í fe­brú­ar var Navalny aft­ur hand­tek­inn og hann færður í stofufang­elsi vegna nýrra ásak­ana um fjár­svik. Ekki hef­ur verið réttað í því máli en það snýr að tvö­falt hærri upp­hæð en hann var dæmd­ur fyr­ir í fyrra.

Navalny sem er 38 ára gam­all hef­ur óhrædd­ur gagn­rýnt Vla­dímír Pútín, for­seta Rúss­lands, á undanförnum árum. Sjálf­ur seg­ir hann að sú gagn­rýni hafi orðið til þess að hann sé nú of­sótt­ur í heima­land­inu.

Ákæru­valdið krafðist þess við rétt­ar­haldið fyrr í þess­um mánuði að Navalny verði dæmd­ur í tíu ára fang­elsi. Þykja góðar lík­ur á að það verði raun­in.

Oleg Navalny, bróðir Alexei Navalny var dæmdur í fangelsi í …
Oleg Navalny, bróðir Alexei Navalny var dæmdur í fangelsi í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert