„Í lagalegum skilningi er borgin okkar“

Jev­gení Prígosjín, yfirmaður Wagner.
Jev­gení Prígosjín, yfirmaður Wagner. AFP/@concordgroup_official

Yfirmenn rússnesku Wagner-málaliðasveitarinnar segjast hafa náð yfirráðum í ráðhúsi borgarinnar Bakhmút í Austur-Úkraínu og Rússar því með „löglega“ stjórn í borginni. 

Stjórnvöld í Kænugarði segja úkraínskar hersveitir enn við stjórn. 

Áður en stríðið hófst bjuggu um 70 þúsund manns í borg­inni. Flestall­ir íbú­ar hafa flúið Bakhmút eft­ir blóðuga bar­daga sem hafa staðið í meira en sjö mánuði. 

Jev­gení Prígosjín yfirmaður Wagner birti myndskeið af sér á Telegram þar sem hann hélt á rússneska fánanum. Sagði hann að hersveitir hans myndu setja fánann á ráðhús Bakhmút. 

„Í lagalegum skilningi er borgin okkar,“ sagði Prígosjín í myndskeiðinu. 

Úkraínsk stjórnvöld sögðu í kjölfar myndskeiðsins að Wagner-sveitir hefðu reynt að ná yfirráðum í borginni en mistekist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert