Mannslát í uppsveitum Árnessýslu

Varðhald framlengt í manndrápsmáli

4.5. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu fyrr í vor. Meira »

Með fjölda höggáverka á líkamanum

21.4. Karlmaður á sjötugsaldri sem lést í uppsveitum Árnessýslu í lok mars var með fjölda höggáverka víðs vegar um líkamann, að því er kom fram í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar á líki mannsins. Meira »

Bíða gagna að utan vegna krufningar

20.4. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á máli manns sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á bæ hans í uppsveitum Árnessýslu er enn í fullum gangi. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir lögreglu nú beðið gagna erlendis frá, m.a. vegna krufningar. Meira »

Gæsluvarðhald staðfest í manndrápsmáli

13.4. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands sem úrskurðaði á mánudag karlmann á stjötugsaldri i gæsluvarðhald allt til mánudagsins 7. maí 2018 að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi. Meira »

Er ekki sökudólgurinn í minningunni

9.4. Maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana um páskana lýsti átökum bræðranna í símtali við lögreglu. Bróðirinn hringdi í Neyðarlínuna að morgni laugardags 31. mars og var símtalið áframsent til lögreglunnar. Meira »

Úrskurðaður í varðhald til 7. maí

9.4. Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að manni, sem var handtekinn fyrir rúmri viku vegna rannsóknar á mannsláti á heimili hans, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 mánudaginn 7. maí á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Gæsluvarðhald rennur út í dag

9.4. Ákvörðun verður tekin eftir hádegi um hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum í lok mars. Meira »

Varðhald staðfest til mánudags

6.4. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem situr í varðhaldi grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum um síðustu helgi. Varðhaldið er til mánudagsins 9. apríl, en það er sama dagsetning og héraðsdómur hafði úrskurðað um. Meira »

Ber fyrir sig minnisleysi

4.4. Lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­landi vill hvorki staðfesta né neita ummælum lögmanns manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum um helgina. Meira »

Áverkar á líki mannsins

3.4. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Ragnars Lýðssonar, sem lést snemma á laugardagsmorgun í uppsveitum Árnessýslu, gefur til kynna að áverkar hafi verið á líkinu sem hafi leitt hann til dauða. Meira »

Nafn mannsins sem lést

1.4. Maðurinn sem lést á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu í gærmorgun hét Ragnar Lýðsson. Hann var fæddur árið 1952 og var húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík. Ragnar lætur eftir sig sambýliskonu og fjögur uppkomin börn og barnabörn. Meira »

Úrskurðaður í varðhald til 9. apríl

31.3. Héraðsdómur Suðurlands féllst í kvöld á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að láta mann sem handtekinn var á heimili sínu í uppsveitum Árnessýslu sæta varðhaldi til 9. apríl klukkan 16:00. Var beiðni lögreglustjórans samþykkt með vísun til rannsóknarhagsmuna. Meira »

Annar bróðirinn laus úr haldi

31.3. Lögreglan á Suðurlandi mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir öðrum bróðurnum sem handtekinn var í morgun á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu í tengslum við mannslát. Hinum bróðurnum hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Áfram unnið að rannsókn mannsláts

31.3. Ótímabært er að segja til um hvort að mannslátið á Suðurlandi sem tilkynnt var um í morgun hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Rannsaka mannslát

31.3. Lögreglunni á Suðurlandi barst á níunda tímanum í morgun tilkynning um að maður væri látinn í heimahúsi í Árnessýslu. Tveir eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Meira »