Mannslát í uppsveitum Árnessýslu

Valur fer ekki fyrir Hæstarétt

27.5. Fjórtán ára fangelsisdómur Vals Lýðssonar fer ekki fyrir Hæstarétt. Hvorki ákæruvaldið né Valur Lýðsson óskuðu eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Meira »

Ekki búnir að ákveða hvort þeir óski eftir áfrýjunarleyfi

7.5. „Við erum ekki búnir að ákveða það,“ segir Magnús Óskarsson, lögmaður Vals Lýðssonar, spurður hvort þeir hyggist óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar yfir Val til Hæstaréttar. Landsréttur þyngdi dóm yfir Val úr sjö árum í 14 fyr­ir að hafa orðið bróður sín­um, Ragnari Lýðssyni, að bana. Meira »

„Sigur fyrir sannleikann“

3.5. „Við erum loksins að fá niðurstöðu sem héraðsdómur komst ekki að. Hann er dæmdur fyrir 211. grein sem hljóðar upp á manndráp af ásetningi,“segir Ingi Rafn Ragnarsson í samtali við mbl.is um 14 ára fangelsisdóm sem föðurbróður hans, Valur Lýðsson, hlaut í Landsrétti í dag. Meira »

Manndráp af ásetningi

3.5. „Niðurstaðan er í samræmi við það sem lagt var upp með af ákæruvaldinu um að ákærði hafi gerst sekur um brot gegn 211. greinar hegningarlaga, sem sagt manndráp af ásetningi,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, um dóm Landsréttar í máli Vals Lýðssonar. Meira »

Landsréttur þyngir dóm yfir Val í 14 ár

3.5. Valur Lýðsson var í dag dæmdur í Landsrétti í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð á síðasta ári. Áður hafði Valur hlotið sjö ára dóm í héraðsdómi. Áfrýjaði ríkissaksóknari dóminum og fór fram á 16 ára fangelsi. Meira »

Sagði skýrslu Kunz vera hlutdræga

9.4. Magnús Óskarsson, lögmaður Vals Lýðssonar, krafðist sýknu yfir skjólstæðingi sínum í Landsrétti í morgun. Hann mótmæli lýsingu ákæruvaldsins á því sem átti sér stað á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð og sagði málsatvik vera mjög óljós. Meira »

Gerir 8 milljóna kröfu í dánarbúið

9.4. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður einkaréttarhafa í máli Vals Lýðssonar í Landsrétti, fer fram á að Valur greiði hverju barna Ragnars Lýðssonar, sem hann varð að bana á síðasta ári, tíu milljónir króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Valur gerir 8 milljóna króna kröfu í dánarbú bróður síns. Meira »

Skeytti engu um ástand bróður síns

9.4. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði í Landsrétti engan vafa leika á því að Valur Lýðsson hafi orðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni að bana á síðasta ári. Meira »

Sýndi Kunz myndir af hníf og exi

9.4. Magnús Óskarsson, skipaður verjandi Vals Lýðssonar, sýndi Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi myndir af hníf og exi við skýrslutöku í Landsrétti í morgun og spurði hvort líklegt sé að þessum vopnum hafi verið beitt er Ragnar Lýðsson lést á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð. Meira »

Valur tjáir sig ekki

9.4. Valur Lýðsson sem var dæmdur í sjö ár fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni að bana á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð kaus að tjá sig ekki við skýrslutöku málsins í Landsrétti í morgun. Meira »

Aðalmeðferð hefst í Gýgjarhólsmáli

9.4. Aðalmeðferð hefst núna klukkan 9 í Landsrétti í máli Vals Lýðssonar sem var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana á bæn­um Gýgjar­hóli II í Blá­skóga­byggð aðfaranótt 31. mars í fyrra. Meira »

Ákæruvaldið áfrýjar dómnum yfir Vali

8.10. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Vali Lýðssyni til Landsréttar. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við mbl.is, en Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana. Meira »

Ekki verið ákveðið með áfrýjun

1.10. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sjö ára fangelsisdómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Val Lýðssyni, fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana, verði áfrýjað. Meira »

Ásetningur ekki sannaður

24.9. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

24.9. Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

Fjölskylduharmleikur lagður í dóm

3.9. „Því hefur verið haldið fram að þetta kvöld hafi tveir menn dáið,“ var á meðal þess sem verjandi Vals Lýðssonar sagði í lokaorðum sínum fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ákæruvaldið telur fullsannað út frá sönnunargögnum að Valur hafi orðið Ragnari bróður sínum að bana. Meira »

Segir ásetninginn ekki fyrir hendi

3.9. Verjandi Vals Lýðssonar fer fram á að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana, en að öðrum kosti að honum verði gerð vægasta refsing sem unnt er að gera, með vísan til þess að það hafi ekki verið ásetningur hans að svipta bróður sinn lífi. Meira »

Farið fram á 16 ára fangelsi

3.9. Ákæruvaldið fer fram á að Valur Lýðsson verði dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, fyrir að hafa orðið Ragnari Lýðssyni bróður sínum að bana. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sagði liggja fyrir að atlaga Vals að Ragnari hefði verið „mjög harkaleg“ og að sekt Vals teldist fullsönnuð. Meira »

Tveir lífshættulegir áverkar

3.9. Á líkama Ragnars Lýðssonar voru tveir áverkar, sem teljast máttu lífshættulegir, sagði Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur, sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á heimili sínu 31. mars sl. Meira »

Ölvunarástand skýri ofbeldið

27.8. Dómkvaddir sérfræðingar, sem lögðu mat á sakhæfi Vals Lýðssonar, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum í mars síðastliðnum, ræddu um að hann sýni engin merki um vitglöp eða annað sem útskýrt gæti minnisleysi hans um atburði kvöldsins afdrifaríka, annað en óminnisástand sökum ölvunar. Meira »

Staðbundin atlaga við þvottavélina

27.8. Tveir sérfræðingar frá tæknideild lögreglu, sem komu að blóðferlarannsókn að Gýgjarhóli II í Biskupstungum, komu fyrir Héraðsdóm Suðurlands og gáfu skýrslu. Ummerki um átök var nær einungis að finna í þvottahúsinu á heimili Vals Lýðssonar, sem ákærður er í málinu fyrir að bana bróður sínum. Meira »

Áverkar á hnúa Vals Lýðssonar

27.8. Læknir sem framkvæmdi réttarfræðilega skoðun á Val Lýðssyni, sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og sömuleiðis mar á hnúa baugfingurs hægri handar og á handarbaki. Meira »

Man ekki eftir neinum átökum

27.8. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera hættur að drekka fyrir löngu,“ segir Valur Lýðsson, sem sakaður er um að hafa orðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni að bana aðfaranótt 31. mars sl. Hann gaf skýrslu við upphaf aðalmeðferðar málsins fyrir Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Meira »

Aðalmeðferð í Gýgjarhólsmáli í dag

27.8. Fyrir Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi fer í dag fram aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar, sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð aðfaranótt 31. mars sl. Meira »

Segir ekki hægt að sanna ásetninginn

24.7. Verjandi Vals Lýðssonar, sem er ákærður fyrir að hafa drepið bróður sinn á bænum Gýgjar­hóli 2 í Blá­skóga­byggð aðfaranótt laug­ar­dags­ins 31. mars, segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að hann hafi orðið honum að bana af ásettu ráði. Meira »

Manndrápsmál komið til héraðssaksóknara

13.6.2018 Mál manns á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars er nú komið á borð embættis héraðssaksóknara sem mun gefa út ákæru í málinu. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. Meira »

Úrskurðaður í áframhaldandi varðhald

1.6.2018 Héraðsdómur Suðurlands hefur í dag fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að framlengt skuli gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa orðið valdur að bana bróður síns á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu 31. mars sl., allt til 22. júní nk. Meira »

Varðhald framlengt í manndrápsmáli

4.5.2018 Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu fyrr í vor. Meira »

Með fjölda höggáverka á líkamanum

21.4.2018 Karlmaður á sjötugsaldri sem lést í uppsveitum Árnessýslu í lok mars var með fjölda höggáverka víðs vegar um líkamann, að því er kom fram í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar á líki mannsins. Meira »

Bíða gagna að utan vegna krufningar

20.4.2018 Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á máli manns sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á bæ hans í uppsveitum Árnessýslu er enn í fullum gangi. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir lögreglu nú beðið gagna erlendis frá, m.a. vegna krufningar. Meira »