Draumkenndar byggingar í Brussel

Borgarferðir | 23. mars 2019

Draumkenndar byggingar í Brussel

Þessi fallegu og draumkenndu skilti eru í stílnum Art Nouveau, en færri vita að Brussel er talin vera Art Nouveau-höfuðborg heimsins. Flestir tengja borgina við tröllvaxnar glerbyggingar Evrópusambandsins, en hugljúfar og heillandi Art Nouveau-byggingar eru svo sannarlega eitthvað sem maður á ekki að láta fram hjá sér fara.

Draumkenndar byggingar í Brussel

Borgarferðir | 23. mars 2019

Brussel er talin vera Art Nouveau-höfuðborg heimsins.
Brussel er talin vera Art Nouveau-höfuðborg heimsins. Ljósmynd/Aðsend

Þessi fallegu og draumkenndu skilti eru í stílnum Art Nouveau, en færri vita að Brussel er talin vera Art Nouveau-höfuðborg heimsins. Flestir tengja borgina við tröllvaxnar glerbyggingar Evrópusambandsins, en hugljúfar og heillandi Art Nouveau-byggingar eru svo sannarlega eitthvað sem maður á ekki að láta fram hjá sér fara.

Þessi fallegu og draumkenndu skilti eru í stílnum Art Nouveau, en færri vita að Brussel er talin vera Art Nouveau-höfuðborg heimsins. Flestir tengja borgina við tröllvaxnar glerbyggingar Evrópusambandsins, en hugljúfar og heillandi Art Nouveau-byggingar eru svo sannarlega eitthvað sem maður á ekki að láta fram hjá sér fara.

Stiginn á Hotel Tassel er guðdómlegur.
Stiginn á Hotel Tassel er guðdómlegur. Ljosmynd/Aðsend

Fallega fljótandi línur og form úr bogadregnu járni með sterka tilvísun í náttúruna, opin rými böðuð í dagsljósi gegnum glerþök og mósaíkgólf. Hvert smáatriði úthugsað og heildarhönnun í fyrirrúmi. Húsin líkjast helst álfheimum, þó ekki götunni í Reykjavík. Hönnunin og nálgunin á byggingarefni þótti á sínum tíma afar framúrstefnuleg.

Art Nouveau-stíllinn ræður ríkjum á Hotel Tassel.
Art Nouveau-stíllinn ræður ríkjum á Hotel Tassel. Ljósmynd/Aðsend

Úti um alla Brussel eru einstakar Art Nouveau-byggingar sem byggðar voru á árunum 1893 til 1914. Brussel var auðug í kjölfar iðnvæðingarinnar og í örum vexti á þessum tíma. Arkítektar eins og Victor Horta og Paul Hankar voru ráðnir af ríkum borgarbúum til að hanna fyrir þá húsnæði í þessum stíl sem var ólíkt öllu því sem áður þekktist. Árið 1914 voru yfir 1.000 slíkar byggingar í borginni, en á 7. og 8. áratug síðustu aldar var um helmingur þeirra eyðilagður. Byggingarnar í dag eru ýmist verslunarhúsnæði, kaffihús eða einkahúsnæði. Í dag eru margar bygginganna friðaðar og jafnvel á heimsminjaskrá UNESCO.

Ekki gleyma að horfa upp þegar gengið er um borgina og njóta þess að skoða framhliðar húsanna. Samhliða því að Art Nouveau-hönnunin blómstraði í borginni efndi Brussel til framhliðasamkeppni íbúðarhúsa sem leiddi af sér einstaklega skreyttar og fallegar framhliðar á húsum sem annars eru ekki talin vera hluti af Art Nouveau-byggingarstílnum, en yfir 200 slíkar framhliðar eru enn sjáanlegar í dag.

Art Nouveau-húsin eru fjölmörg en afar misjafnt er hvort og hve mikið aðgengi almenningur hefur að þeim. Þau eru engu að síður þess virði að heimsækja þótt það sé aðeins til að dást að framhlið þeirra.

Victor Horta-húsið er einfalt að heimsækja og gefur góða innsýn í Art Nouveau-stílinn sem setur svo sterkan svip á borgina. Horta hannaði húsið fyrir fjölskylduna sína en húsið er í dag safn.

Hannin-húsið er einstaklega fallegt.
Hannin-húsið er einstaklega fallegt. Ljosmynd/Aðsend

Autrique-húsið er fyrsta húsið sem Horta hannaði í þessum stíl og markar því tímamót í þessum merkilega kafla borgarinnar. Húsið var byggt 1893 og er opið almenningi.

Cauchie-húsið er staðsett við Cinquantenaire-garðinn, í útjaðri Evrópuhverfisins. Þeir sem eiga leið til Brussel á fundi gætu með einföldum hætti tekið á sig auka krók og kíkt á þetta einstaka hús sem skreytt er útskornum Art Nouveau-teikningum. Húsið er byggt af arkitektinum, málaranum og hönnuðinum Paul Cauchie í samstarfi við eiginkonu sína, og því má sjá utan á húsinu áletrunina “Par Nous – Pour Nous” eða “af okkur – fyrir okkur”. Húsið er opið fyrstu helgina í hverjum mánuði.

Horta-húsið er hreint út sagt meistaraverk.
Horta-húsið er hreint út sagt meistaraverk. Ljósmynd/Aðsend

Ciamberlani-húsið var byggt fyrir málarann Albert Ciamberlani og hannað af Paul Hankar. Lokað almenningi.

Van Eetvelde-húsið er af mörgum talið meistaraverk Horta og er núna á UNESCO World Heritage List. Til að heimsækja húsið þarf að bóka sérstaklega ferð með leiðsögumanni.

Inngangurinn í Saint-Cyr-húsið er einstakur.
Inngangurinn í Saint-Cyr-húsið er einstakur. Ljósmynd/Aðsend

Hotel Tassel eftir Victor Horta, byggt árið 1893, er talið vera eitt af fyrstu og fallegustu dæmunum um Art Nouveau-stílinn. Horta hannaði allt niður í hurðarhúnana en slík heildarnálgun var áður óþekkt og markaði tímamót í arkítektúr (UNESCO World Heritage Site). Til að heimsækja húsið þarf að bóka sérstaklega ferð með leiðsögumanni.

Van Eetvelde-húsið er af mörgum talið meistaraverk Horta.
Van Eetvelde-húsið er af mörgum talið meistaraverk Horta. Ljósmynd/Aðsend

Hannon-húsið var byggt 1902 og hannað af Jules Brunfaut fyrir verkfræðinginn Edouard Hannon.

Saint-Cyr-húsið eftir lærling Horta fyrir listmálarann George Saint-Cyr.

Frekari upplýsingar um Brussel og leiðsögn má finna hér.

mbl.is