Steinunn Ása hélt upp á fertugsafmælið með stæl

Hverjir voru hvar | 27. október 2023

Steinunn Ása hélt upp á fertugsafmælið með stæl

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, fagnaði á dögunum 40 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum. Hún bauð til dýrindis veislu í tilefni dagsins í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Steinunn Ása hélt upp á fertugsafmælið með stæl

Hverjir voru hvar | 27. október 2023

Steinunn Ása fagnaði fertugsafmælinu með stæl.
Steinunn Ása fagnaði fertugsafmælinu með stæl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, fagnaði á dögunum 40 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum. Hún bauð til dýrindis veislu í tilefni dagsins í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, fagnaði á dögunum 40 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum. Hún bauð til dýrindis veislu í tilefni dagsins í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Steinunn Ása er landsmönnum að góðu kunn meðal annars úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum.

Það var troðfullt út úr dyrum í afmælisveislunni og stemningin frábær. Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona og söngkona, var meðal þeirra sem fagnaði með afmælisbarninu.

Steinunn Ása gerði sér lítið fyrir og dansaði og söng fyrir gesti en lagið Ég er kominn heim varð fyrir valinu og birti hún myndskeið á Instagram.

mbl.is