Gríma endurnærð eftir Balí og komin með heimilislínu

Framakonur | 16. desember 2023

Gríma endurnærð eftir Balí og komin með heimilislínu

Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður er nýkomin heim frá Balí þar sem hún dvaldi í sex vikur ásamt manni sínum Skúla Mogensen. Hún sagði að fríið hefði verið kærkomið eftir mikla vinnutörn en nú er Gríma komin heim full af orku og nýjum hugmyndum. Í gær var heimilislína Grímu og Sonju Bent kynnt á Vinnustofu Kjarval en hún heitir einfaldlega Hvammsvík. Nafnið er tengt sjóböðunum sem Gríma rekur ásamt fjölskyldunni.

Gríma endurnærð eftir Balí og komin með heimilislínu

Framakonur | 16. desember 2023

Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður hefur þróað heimilislínu síðustu tvö ár …
Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður hefur þróað heimilislínu síðustu tvö ár ásamt Sonju Bent hjá Nordic Angan.

Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður er nýkomin heim frá Balí þar sem hún dvaldi í sex vikur ásamt manni sínum Skúla Mogensen. Hún sagði að fríið hefði verið kærkomið eftir mikla vinnutörn en nú er Gríma komin heim full af orku og nýjum hugmyndum. Í gær var heimilislína Grímu og Sonju Bent kynnt á Vinnustofu Kjarval en hún heitir einfaldlega Hvammsvík. Nafnið er tengt sjóböðunum sem Gríma rekur ásamt fjölskyldunni.

Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður er nýkomin heim frá Balí þar sem hún dvaldi í sex vikur ásamt manni sínum Skúla Mogensen. Hún sagði að fríið hefði verið kærkomið eftir mikla vinnutörn en nú er Gríma komin heim full af orku og nýjum hugmyndum. Í gær var heimilislína Grímu og Sonju Bent kynnt á Vinnustofu Kjarval en hún heitir einfaldlega Hvammsvík. Nafnið er tengt sjóböðunum sem Gríma rekur ásamt fjölskyldunni.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að búa til vörulínu undir merkjum Hvammsvíkur?

„Við þróun og uppbyggingu Hvammsvíkur lögðum við mikla áherslu á að skapa einstaka upplifun fyrir gesti. Upplifun í gegnum ilm skapar sterka tengingu og minningu og var ég með draum um að búa til okkar „signature scent“ sem fólk myndi tengja við staðinn og jafnvel geta tekið með sér að heimsókn lokinni. Þannig hófst samstarf okkar Sonju Bent eiganda Nordic Angan en hún er búin að eima íslenska flóru eins og hún leggur sig og gera ilmkjarnaolíur úr flestum jurtum sem hér vaxa. Það lá því beinast við að fá hana í lið með okkur. Sonja gekk um landið í Hvammsvík, týndi jurtir og svo tók við heljarinnar verkefni hjá henni að blanda saman réttum hlutföllum af ilmolíu. Útkoman varð þessi einstaki ferski og náttúrulegi ilmur sem samanstendur af krækiberjalyngi, bóluþangi, lerki og melgresi. Ilmurinn heppnaðist það vel að ég vissi um leið að mig langaði að taka þetta lengra og deila ilminum með öðrum í gegnum okkar eigin Hvammsvíkur vörulínu. Ég er frekar kröfuhörð þegar kemur að snyrtivörum og vildi einungis það besta ef ég ætlaði að fara að framleiða okkar eigin vörur. Innihaldsefnin urðu að vera vönduð og lífræn, engin óæskileg aukefni svo sem hörð súlfat og silicon og svo vildi ég einnig að línan yrði vegan og „cruelty free“. Þetta tók töluvert lengri tíma en ég gerði ráð fyrir en það eru að verða komin tvö ár síðan við Sonja byrjuðum þetta ævintýri sem er núna loksins að líta dagsins ljós,“ segir Gríma og bætir við: 

„Það má kannski kalla Sonju sérfræðinginn á meðan ég er gæðastjórinn. Við eigum frábært samstarf og er þetta búið að vera virkilega skemmtilegt verkefni.  Ég er líka búin að eiga frábært samstarf með Aroni og Einari í versluninni Mikado en þar verða vörurnar til sölu ásamt því að vera í boði í Hvammsvík og á heimasíðu okkar,“ segir hún. 

Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogensen. Myndin var tekin sumarið …
Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogensen. Myndin var tekin sumarið 2022 þegar sjóböðin í Hvammsvík voru opnuð. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Hvað vildir þú ná fram í línunni?

„Ég vildi búa til línu sem tekið er eftir og vekur umtal vegna gæða og einstaks ilms. Ég vona að ilmurinn færi fólki íslenska náttúru eða enn frekar alla leið í Hvammsvík. Ilmurinn sem er ferskur, mildur og náttúrulegur mátti ekki vera of yfirgnæfandi eða festast á húðinni því hann á að henta öllu fólki og húðgerðum,“ segir Gríma. Þar sem hún er nýkomin heim frá Balí er ekki úr vegi að spyrja að því hvort sú ferð tengist eitthvað nýju heimilislínunni. 

„Nei ég get nú ekki sagt það en á Balí gafst mér þó meiri tími til þess að sinna þessu litla verkefni okkar aðeins betur þar sem áreiti og verkefni hversdagsleikans hurfu á brott. Þar sá ég einnig hvað það var æðislegt að geta tekið með mér „Ísland“ á brúsa en vörurnar fylgdu mér að sjálfsögðu út og naut ég þess að geta lyktað af íslenskri náttúru í hitabeltisloftslaginu á Balí,“ segir hún. 

Hvað voruð þið að gera á Balí?

„Eftir að hafa unnið hörðum höndum að því að gera Hvammsvík að veruleika seinustu þrjú árin vorum við búin að lofa okkur að fara saman fjölskyldan í ferðalag á nýjar slóðir. Á Balí vorum við að njóta góðra samverustunda, hlaða batteríin og upplifa nýtt umhverfi, mat og menningu í allt öðru loftslagi en hér heima. Við sinntum vinnu í nokkra tíma á dag ásamt því að stunda jóga og aðra hreyfingu. Við tókum til í mataræðinu og lærðum að slaka á upp á nýtt en tempóið, rútínan og áherslur breyttust töluvert á meðan við vorum úti. Það var ágætis tilbreyting að fá engin símtöl, sms eða skilaboð á daginn en tímamismunurinn er þannig að Ísland sefur yfir daginn á Balí. Á Balí ferðuðumst við um eyjuna og skoðuðum allskyns resort, hótel og frumstæða áfangastaði sem gáfu okkur hugmyndir og innblástur fyrir áframhaldandi þróun Hvammsvíkur þó að það hafi verið í allt öðru umhverfi en  hér heima,“ segir hún. 

Hafðir þú komið á þessar slóðir áður?

„Nei okkur langaði að fara á einhvern stað sem við hefðum hvorugt komið áður til.“ 

Hvað var athyglisverðast?

„Athyglisverðast var örugglega að sjá drengina okkar blómstra og leika sér úti allan daginn léttklædda og fá að upplifa þetta nýja umhverfi í gegnum þeirra augu. En annars kom svo ótal margt mér á óvart á Balí. Fólkið þar er dásamlegt, traffíkin er mikil, maturinn er frábær, innviðir vanþróaðir, náttúran mögnuð, og svo mætti lengi telja.“

Fólk hélt að þið væruð flutt til Balí – hvað fannst þér um það?

„Mér fannst það frekar kómískt, hefði svo sem ekkert á móti því svona yfir dimmustu mánuðina en hjartað okkar er heima á Íslandi þar sem við erum búin að leggja allt okkar í að byggja upp Hvammsvík og erum hvergi nærri hætt. Markmiðið er að gera Hvammsvík að einstökum áfangastað og náttúruupplifun þar sem boðið verður upp á fyrsta flokks gistingu, afþreyingu og matarupplifun og er línan okkar Hvammsvík At Home liður í því.“

Hvernig var að vera með synina tvö svona lengi í burtu frá Íslandi? Kunnu þeir vel við sig?

„Þeir kunnu virkilega vel við sig og þroskuðust mikið í þessari ferð. Við vorum í sex vikur og voru þeir farnir að skilja vel og tala aðeins ensku í lok ferðarinnar, búnir að eignast vini og leið báðum mjög vel. Við fundum frábæran alþjóðlegan leikskóla fyrir þá þar sem þeir voru hálfan daginn á meðan við sinntum vinnu,“ segir hún. 

Nú hefur þú notið vinsælda sem innanhússhönnuður. Í hverju er fólk að spá þessa dagana?

„Flestir sem leyta til mín vilja fá heildstæða hönnun á heimilið sitt og ráð hvernig sé hægt að nýta rýmið sem best. Fólk er oft óvisst í hvaða átt þau vilja fara þegar margt fallegt kallar á úr ýmsum áttum. Hvert verkefni sem ég tek að mér er einstakt og tekur alltaf mið út frá byggingunni og þeim stíl sem húsnæðið er byggt í en einnig út frá heimilisfólki og þeirra þörfum og venjum. Fólk er að verða meðvitaðra um gæði og endingu hluta og vill velja vel og hugsa til umhverfisins, því tek ég fagnandi enda hef ég lengi talað fyrir því að velja gæði fram yfir magn, fara hægt í hlutina og vanda sig því þá verður útkoman alltaf betri og langlífari.“ 

Er eitthvað eitt sem fólk þráir þessa dagana inn á heimili sín?

„Fyrir mér er langflottasta „trendið“ að vera ekki að elta einhver trend heldur skapa eitthvað nýtt en heimili eiga fyrst og fremst alltaf að endurspegla fólkið sem þar býr. Fólk þráir mögulega bara að hafa fallegt í kringum sig, líða vel á heimili sínu og finna sinn stíl.“  

Hvernig verður 2024 innanhússlega séð?

„Við munum sjá hlýja liti halda áfram að ryðja sér rúms og verða enn meira áberandi. Í stað þess að nota liti í minna magni eins og í smáhlutum, púðum, mottum og þar frameftir götunum. Þá verða heilu herbergin, vegg og loft máluð í sama litnum og þá dettur mér fyrst í hug litir eins og rústrauður, ólívugrænn, brúnn og sinnepsgulur og hlýjir litir eða litir með þeim undirtónum. Brassið er búið að vera vinsælt lengi en við munum sjá krómið koma aftur, pússað króm og stál ásamt dökku bronze. Náttúrulegur steinn með miklu lífi verður áfram vinsæll. Grófari efni eins og hör og bouclé munu halda áfram að vera vinsæl og er bouclé efnið svolítið að taka við af flauelinu sem sést minna af. Náttúruleg veggfóður með strigaáferð, ofin mynstur og textíl áferð verða vinsæl, kalkmálning og steinefnaspartl verður einnig áberandi,“ segir Gríma. 

mbl.is