Tjón talið nema um 20 milljónum evra

Óeirðirnar í París, sem hófust í kjölfar andláts unglingspilts sem …
Óeirðirnar í París, sem hófust í kjölfar andláts unglingspilts sem lögregluþjónn skaut til bana, hafa staðið yfir í sex daga og valdið skemmmdum á samgöngukerfi borgarinnar. AFP

Tjónið sem hefur orðið á samgöngukerfi Parísarborgar vegna óeirðanna sem þar geisa, er talið nema 20 milljónum evra, eða 2,9 milljörðum íslenskra króna.

Óeirðirnar brutust út eftir að lögregluþjónn skaut til bana Nahel M, unglingspilt af alsírskum uppruna, og hafa þær nú staðið yfir í sex daga og breiðst út til fleiri borga í Frakklandi sem og til Sviss.

Skemmdir hafa m.a. orðið á strætisvögnum, sem kveikt var í, sporvagnateinum, sem blys voru lögð að, og öðrum innviðum borgarinnar „sem voru mölvaðir“, að því er segir í yfirlýsingu frá samgöngukerfi Parísarsvæðisins Ile-de-France.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka