Fara fram á álagsgreiðslur

BSRB kalla eftir álgasgreiðslu fyir framlínustarfsfólk.
BSRB kalla eftir álgasgreiðslu fyir framlínustarfsfólk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Bregðast verður strax við gríðarlegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem er nú komið yfir þolmörk, með auknum fjárveitingum svo hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks og halda uppi viðunandi þjónustustigi,“ segir meðal annars í minnisblaði sem BSRB sendi stjórnvöldum í gær vegna kórónuveirufaraldursins.

BSRB kallar eftir því að stjórnvöld viðurkenni mikilvægt framlag framlínustarfsfólks í baráttunni gegn heimsfaraldrinum með álagsgreiðslum. Þá er lagt til að skimað verði fyrir kulnun hjá þessum hópi svo hægt verði að grípa inn og tryggja lífsgæði og lífskjör fólks.

BHM sendi stjórnvöldum sömuleiðis minnisblað í gær og þar er tekið undir að stutt verði við framlínustarfsfólk er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka