Vilja heimila áfengis- og veðmálaauglýsingar

Þeir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að það sé engin ástæða til að hafa strangari lög og reglur um auglýsingar hér á landi en í nágrannaríkjum okkar.

Í nýlegum þætti Dagmála ræddu þeir Sigmar og Óli Björn um stöðu fjölmiðla og hvernig hægt sé að renna sterkari stoðum undir rekstur einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og þáttastjórnandi þáttarins, spurði þá meðal annars að því hvort tilefni væri til að heimila áfengis- og veðmálaauglýsingar í íslenkum miðlum, þar sem íslenskir neytendur sæju þær hvort eð er í erlendum miðlum hér á landi.

Sigmar sagði í þættinum að það væri engin ástæða væri fyrir því í vel upplýstu þjóðfélagi að regluverkið væri þrengra en í nágrannaríkjunum. Óli Björn sagði í framhaldinu að það að banna markaðssetningu á löglegum vörum gengi ekki upp í sínum huga.

Hægt er að horfa á þessar samræður hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka