Mest lesið


Engar reglur um jólaberserki í sérbýli


(10 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu.

Uppsagnir hjá WOW air og vélum fækkað


(4 klukkustundir, 57 mínútur)
VIÐSKIPTI Fjölda starfsfólks hjá WOW air hefur verið sagt upp. Þetta herma heimildir mbl.is. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, gat ekki staðfest uppsagnirnar þegar mbl.is hafði samband við hana. Hún vildi heldur ekki neita fréttunum.

„Þetta hefur verið dýrkeypt lexía“


(3 klukkustundir, 41 mínúta)
VIÐSKIPTI Skúli Mogensen, eigandi WOW air, segist harma þær aðgerðir sem ráðist var í í dag, en 111 fastráðnum starfsmönnum félagsins var sagt upp og tilkynnt var um fækkun flugvéla í flotanum. Í samtali við mbl.is segir hann að um eina stóra aðgerð hafi verið að ræða og að nú verði horft til framtíðar.

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn


(18 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar


(10 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð.

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann


(18 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu.

„Algjörlega óforsvaranlegt“


(3 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að hægt sé að rekja mjög viðkvæmar persónuupplýsingar til fólks sem hefur borið vitni í dómsmálum. Dómsmálaráðherra sagði þetta „algjörlega óforsvaranlegt“.

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu


(21 klukkustund, 13 mínútur)
INNLENT Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“


(10 klukkustundir, 44 mínútur)
SMARTLAND Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga.

Lægðirnar koma í röðum


(8 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni.

Lá fastur undir stálbitanum


(5 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Maðurinn sem slasaðist í gær við að fá stálbita ofan á sig er töluvert slasaður á sjúkrahúsi. Hann var við störf á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu er 500 kg stálbiti valt ofan á hann.

„Rosalega mikið högg fyrir félagið“


(1 klukkustund, 48 mínútur)
INNLENT „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag.

Málið komið inn á borð VR


(4 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT „Við erum komin með málið inn á borð til okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is vegna frétta af fjölda uppsagna hjá flugfélaginu WOW air, en fyrirtækið hefur sagt upp samtals 350 starfsmönnum. Þar af 111 fastráðnum.

„Mig langar til að gera grín að þessu“


(22 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra“.

Fanney Birna lét af ritstjórastörfum


(3 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Fanney Birna Jónsdóttir lét af störfum sem aðstoðarritstjóri Kjarnans í október, eftir 10 mánaða starf. Hún hefur meðfram þeim störfum stýrt umræðuþættinum Silfrinu aðra hvora helgi á RÚV.

Foreldrar Arnórs: Galið að vera á vellinum


(19 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Foreldrar Arnórs Sigurðssonar, þau Sigurður Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir, ásamt tveimur systkinum Arnórs, kærustu hans og afa og ömmu og frændfólki voru á Santigo Bernabeu-vellinum í Madrid í kvöld þar sem Arnór skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:0 sigri CSKA Moskva gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala


(21 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld.

Berjast fyrir rétti barnsins síns


(5 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Ingveldur Ægisdóttir og maki hennar Kristinn Aðalsteinn Eyjólfsson hafa um árabil staðið í ströngu við heilbrigðis- og almannatryggingakerfið hér á landi fyrir hönd langveikrar dóttur sinnar, Lovísu Lindar.

Henti tugum þúsunda í ruslið


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
SMARTLAND Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“


(3 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áform ríkisstjórnarinnar um að heimila aflandskrónueigendum að losa eignir sínar að fullu.
Meira píla