Mest lesið


Tveir Íslendingar á topplista BBC


(5 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breski ríkismiðillinn BBC heldur vel utan um heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi þessa dagana. Fyrstu umferð riðlakeppninnar lauk í dag með leik Póllands og Senegal þar sem Senegal hafði betur, 2:1.

Segir nauðsynlegt að aðskilja fjölskyldur


(4 klukkustundir, 5 mínútur)
ERLENT „Ég vil ekki taka börn af foreldrum sínum. Þegar þú sækir foreldra til saka fyrir að koma ólöglega til landsins, sem á að gera, þá verður þú að taka börnin af þeim.“ Með þessum orðum ver Donald Trump Bandaríkjaforseti afar umdeilda stefnu sína í innflytjendamálum.

„Forarpyttur pólitískrar hlutdrægni“


(4 klukkustundir, 48 mínútur)
ERLENT Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna „forarpytt pólitískrar hlutdrægni“ þegar hún tilkynnti formlega um úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu á fundi með fjölmiðlafólki í Washington í kvöld.

Messi búinn að eiga það erfitt


(14 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Heyrst hefur úr herbúðum argentínska landsliðsins í knattspyrnu að fyrirliðinn Lionel Messi hafi átti erfitt með að jafna sig eftir að Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá honum í leik Argentínu og Íslands á HM í Moskvu á laugardaginn.

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu


(6 klukkustundir, 19 mínútur)
SMARTLAND Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.

Tók HM-klippinguna alla leið


(6 klukkustundir)
INNLENT „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta.

Fjórir Íslendingar í úrvalsliði BBC


(4 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það eru fjórir Íslendingar í úrvalsliði breska ríkismiðilsins BBC eftir fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi. Fyrstu umferð riðlakeppninnar lauk formlega í dag þegar Senegal vann 2:1 sigur á Póllandi.

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts


(13 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni.

Timbraðir broddgeltir fluttir í dýragarð


(3 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT Tveir broddgeltir fundust í slæmu ástandi á leiksvæði barna í borginni Erfurt í Þýskalandi á sunnudag. Svo virðist sem broddgeltirnir hafi komist í flösku af áfengu eggjapúnsi, sem hefur farið illa með margan manninn og nú einnig þessa oddhvössu félaga.

Fimm særðir í sprengingu í London


(3 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Fimm eru særðir eftir sprengingu sem varð á neðanjarðarlestarstöðinni Southgate í London í kvöld. Að sögn bresku lögreglunnar var sprengingin minni háttar og líklega megi rekja orsök hennar til skammhlaups í raflínu.

Brassar sem halda með Íslandi


(3 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stuðningsmenn hinnar miklu knattspyrnuþjóðar Brasilíu, gefa sér greinilega tíma til að gefa íslenska landsliðinu gaum á HM, eins og mbl.is rak sig á í Moskvu.

Sólríkt í höfuðborginni á morgun


(4 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu


(5 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum.

Grátandi börn í búrum


(14 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT „Við erum með hljómsveit hér. Það eina sem vantar er hljómsveitarstjórinn,” heyrist landamæravörður segja á hljóðupptöku sem birt er á bandaríska fréttavefnum Pro Publica í gær. Hljóðupptakan er af börnum sem hafa verið aðskilin frá foreldum sínum við komuna til Bandaríkjanna.

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg


(3 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálf tólf í kvöld.

Draumurinn kviknaði við fermingu


(6 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni.

Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð


(8 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT „Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur Jóhannsson sem kom til Volgograd í Rússlandi í gær eftir 23 tíma lestarferð frá Moskvu, með sérstakri stuðningsmannalest á vegum mótshaldara. Hann ræddi við mbl.is um ferðalagið, mýflugurnar og borgina við bakka Volgu.

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf


(11 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði.

Goddur lét sig ekki vanta


(3 klukkustundir, 20 mínútur)
SMARTLAND Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.

Svona kynntust Beyoncé og Jay-Z


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
FÓLKIÐ Ofurhjónin Beyoncé og Jay-Z hafa aldrei talað opinberlega um það hvernig þau kynntust. Jay-Z greinir hins vegar frá fyrstu kynnum þeirra á nýju plötunni þeirra.
Meira píla