Mest lesið


Selma frumsýndi kærastann í kvöld


(21 klukkustund, 30 mínútur)
SMARTLAND Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is.

Fékk far og kom í veg fyrir flugslys


(8 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Einum degi áður en Boeing 737 MAX 8-flugvél Lion Air hrapaði í Java-haf við Indónesíu í október í fyrra hafði aukaflugmaður í stjórnklefanum komið í veg fyrir sams konar atvik. Áttaði hann sig á vandamálinu sem tengdist bilun í svokölluðum MCAS-búnaði sem er ætlað að koma í veg fyrir ofris vélarinnar.

Heilbrigðari án skorinna magavöðva


(15 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“.

Skildi eftir lykla og fjarstýringu


(13 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Kona sem var á göngu með hundinn sinn í nótt í Grafarvoginum sá til manns sem hljóp í burtu er hann varð hennar var og ók síðan á brott en skildi efir lykla og fjarstýringu.

Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð á láni


(14 klukkustundir, 37 mínútur)
VIÐSKIPTI Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, leitaðist eftir því fyrr í þessari viku að ríkissjóður veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið hyggst slá vegna útistandandi skulda samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans.

Pókerspilarar beðnir um að hafa varann á


(8 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Pókerspilarar um heim allan eru beðnir um að vera á varðbergi í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar frá því 9. febrúar. Jón var staddur í Dublin á Írlandi og ætlaði að taka þátt í pókermóti í borginni þessa helgi.

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga


(6 klukkustundir, 36 mínútur)
K100 Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar.

Bíður eftir hjartaaðgerð


(12 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Hjartaaðgerð sem Rósa Poulsen, bóndi í Biskupstungum, þarf að gangast undir á Landspítalanum hefur verið frestað þrisvar á rúmum mánuði.

Vonandi stutt í vorið


(13 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Það gengur á með dimmum éljum á vestanverðu landinu og vafasamt ferðaveður þar, segir á vef Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur vonast til þess að það sé stutt í vorið en gul viðvörun er í gildi bæði við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Viðvörunin gildir til klukkan 6 í fyrramálið.

Viss um að enginn vildi deita mig


(23 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Hulda Hjálmarsdóttir greindist með krabbamein þegar hún var 15 ára. Hún er framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Hulda er meðal þeirra sem flytja erindi á örráðstefnu í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands á morgun, undir yfirskriftinni Fokk ég er með krabbamein.

Óvissa um flotamál Icelandair


(14 klukkustundir, 37 mínútur)
VIÐSKIPTI Icelandair þarf að fara í góða og hraða endurnýjun á flota sínum að mati Sveins Þórarinssonar, sérfræðings hjá Landsbankanum.

Bílstjórar utan Eflingar aki á föstudag


(10 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT „Ég er búinn að vera í þessum atvinnurekstri í yfir 30 ár og tel mig nú alveg vita hverjir mega keyra og hverjir ekki,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Hann segir hótunartón hafa verið í bréfi sem Efling sendi á hópferðafyrirtæki í gær og er ósammála ýmsu sem þar kemur fram.

„Það var ekki langt í land“


(8 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT „Ég taldi mig vera kominn með góðan grunn til þess að klára kjarasamning,“ segir Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV), í samtali við mbl.is en hann sagði af sér sem formaður í morgun.

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar


(3 klukkustundir, 52 mínútur)
SMARTLAND Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar.

Nauðguðu og myrtu systur sína


(11 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Indverska lögreglan hefur handtekið tvo bræður sem sakaðir eru um að hafa nauðgað tólf ára gamalli systur sinni en þeir, ásamt þriðja bróðurnum og frænda, drápu hana þegar hún hótaði að segja frá ofbeldinu.

„Mamma er heltekin af útlitinu“


(1 dagur, 1 klukkustund)
SMARTLAND Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út.

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína


(7 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna.

Pia vísaði barni úr þingsal


(8 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT „Þú ert óvelkomin með barnið þitt í þingsal,“ voru skilaboðin sem Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, kom áleiðis til Mette Abildgaard, þingmanns Íhaldsflokksins, sem mætti í gær með fimm mánaða gamla dóttur sína, Esther Marie, inn í þingsal.

Svona heldur þú rúminu hreinu


(15 klukkustundir, 4 mínútur)
MATUR Þegar klukkan slær í háttatíma er ekkert betra en að skríða upp í hreint rúm og sofa vel út nóttina. En hvernig er best að halda rúminu hreinu? Hér koma nokkur atriði sem fylgja má eftir í góðan nætursvefn.

Bréf Icelandair hækka mikið


(9 klukkustundir, 43 mínútur)
VIÐSKIPTI Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp í morgunsárið í Kauphöll Íslands. Hækkunin gekk aðeins til baka skömmu síðar og hafa það sem af er degi hækkað um 8,89% í 68,9 milljóna króna viðskiptum.
Meira píla