Úr Kópavogi til Kýpur

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Breiðabliki.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Breiðabliki. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið til Apollon Limassol á Kýpur á lánssamningi fram á næsta ár samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þórdís kom til Breiðabliks frá KR fyrir þessa leiktíð og hefur leikið sjö leiki í Pepsi Max-deildinni á leiktíðinni. Hún hefur einnig leikið með Þór/KA og Stjörnunni og Alta og Kristianstad í Svíþjóð.

Jasmín Erla Ingadóttir lék með Appolon Limassol frá 2019 til 2020 en liðið er með mikla yfirburði í kýpverska fótboltanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert