Katrín og Stjörnu-Sævar í stíl

Fatastíllinn | 3. mars 2021

Katrín og Stjörnu-Sævar í stíl

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar, mættu fyrir tilviljun í eins fötum í dag. Sævar birti skemmtilega mynd af þeim saman á Twitter.

Katrín og Stjörnu-Sævar í stíl

Fatastíllinn | 3. mars 2021

Stjörnu-Sævar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru í stíl í dag.
Stjörnu-Sævar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru í stíl í dag. Ljósmynd/Twitter

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar, mættu fyrir tilviljun í eins fötum í dag. Sævar birti skemmtilega mynd af þeim saman á Twitter.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar, mættu fyrir tilviljun í eins fötum í dag. Sævar birti skemmtilega mynd af þeim saman á Twitter.

Bæði voru þau í vínrauðri peysu og í ljósblárri skyrtu innan undir. Peysa Katrínar er hneppt með hvítum tölum og er frá Geysi. Sævar er í bláum buxum en Katrín í svörtu pilsi og sokkabuxum.

Sævar lét ekki fylgja með hvers vegna hann var á fundi forsætisráðherra í dag en hann vinnur að dagskrárgerð á RÚV og hefur meðal annars komið að þáttunum Hvað getum við gert? sem sýndir eru um þessar mundir á RÚV. 

mbl.is