Síðustu skammtarnir fóru um borð í Viking Jupiter

Ferðamenn á Íslandi | 13. júlí 2021

Síðustu skammtarnir fóru um borð í Viking Jupiter

„Skrautlegur dagur“ var í Laugardalshöll í dag þegar ráðist var í endurbólusetningu þeirra sem hlutu fyrstu sprautu bóluefnis Pfizer fyrir þremur vikum. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.

Síðustu skammtarnir fóru um borð í Viking Jupiter

Ferðamenn á Íslandi | 13. júlí 2021

Skemmtiferðaskipið Viking Sky kom til Reykjavíkur í lok júní og …
Skemmtiferðaskipið Viking Sky kom til Reykjavíkur í lok júní og systurskip þess, Viking Jupiter er nú í höfn. Heppnin var með starfsfólki skipsins í dag þegar þau fengu seinni skammt bóluefnis Pfizer algjörlega óvænt. mbl.is/Unnur Karen

„Skrautlegur dagur“ var í Laugardalshöll í dag þegar ráðist var í endurbólusetningu þeirra sem hlutu fyrstu sprautu bóluefnis Pfizer fyrir þremur vikum. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.

„Skrautlegur dagur“ var í Laugardalshöll í dag þegar ráðist var í endurbólusetningu þeirra sem hlutu fyrstu sprautu bóluefnis Pfizer fyrir þremur vikum. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.

Þá komu um um 2.000 manns sem ekki voru boðaðir en þar á meðal var fólk búsett erlendis en það fólk þurfti að skrá sérstaklega í kerfið.

Mætti en átti að vera í sóttkví

„Þá tafðist þetta svolítið og það mynduðust svolitlar raðir,“ segir Ragnheiður og bætir við að auk þess hafi verið svolítið um fólk sem átti að vera í sóttkví. Það fólk fékk sprautuna úti í bíl eins og um bílalúgu væri að ræða.

„Það voru örugglega um 100 manns býst ég við“.

„Súperteymið“ í Laugardalshöllinni, eins og Ragnheiður Ósk kallar það. Morgundagurinn …
„Súperteymið“ í Laugardalshöllinni, eins og Ragnheiður Ósk kallar það. Morgundagurinn er sá síðasti í höllinni en þá verður henni skellt í lás fyrir sumarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn skammtur farið til spillis

Þá voru enn um 75 skammtar eftir en starfsfólkið vildi ekki láta þá fara til spillis þannig farið var með þá út í skemmtiferðaskipið Viking Jupiter sem er nú í Skarfabakka.

„Þar voru 75 starfsmenn sem voru búnir að fá fyrri Pfizer og áttu eftir að fá þá seinni,“ segir Ragnheiður og bætir við að það hafi verið „ævintýralegur endir á skrautlegum degi“. Enn hefur enginn skammtur farið til spillis.

„Við erum ennþá á núllinu,“ segir hún en skammtarnir kláruðust ekki fyrr en upp úr 19.

Laugardalshöll skellt í lás á morgun

Á morgun verður bólusetningardagur í minni kantinum en þá verða 1.700 manns endurbólusettir með bóluefni Moderna og 2.000 manns hafa verið boðaðir sem eiga eftir að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca, en óvíst er hvort allir mæti. Eftir það fer heilsugæslustöðin í frí.

„Þá verður bara höllinni lokað og við slengjum í lás,“ segir Ragnheiður en þeir 2.000 sem fengu Pfizer í fyrsta sinn í dag munu ekki fá endurbólusetninguna í Laugardalshöll heldur líklegast á Suðurlandsbraut, í höfuðstöðvum heilsugæslunnar.

mbl.is