Áköf áramótaförðun!

Snyrtibuddan | 30. desember 2021

Áköf áramótaförðun!

Björg Alfreðsdóttir alþjóðlegur förðunarmeistari Yves Saint Laurent á Íslandi gefur góð ráð þegar kemur að áramótaförðun. 

Áköf áramótaförðun!

Snyrtibuddan | 30. desember 2021

Björg Alfreðsdóttir alþjóðlegur förðunarmeistari Yves Saint Laurent á Íslandi gefur góð ráð þegar kemur að áramótaförðun. 

Björg Alfreðsdóttir alþjóðlegur förðunarmeistari Yves Saint Laurent á Íslandi gefur góð ráð þegar kemur að áramótaförðun. 

Byrjaðu á því að bera matta og vel þekjandi farða og hyljara á hreina og vel nærða húð. Teint Idole Ultra Wear farði og hyljari frá Lancôme gefa jafna og fallega þekju og endast í allt að 24 klst. Björg mælir með því að nota hyljarann til að skyggja andlitið.

„Ég elska dökka og dramatíska förðun á áramótunum með dassi af glimmeri! Smokey förðun getur verið einföld og þægileg og svo má leika sér með glimmer til dæmis í innri augnkrók, í eyeliner línu eða jafnvel á augnhárin yfir maskarann,“ segir Björg.

Couture Colour Clutch palletta frá YSL inniheldur 10 liti, allt frá mildum brúnum tónum út í svartann. „Þetta er fullkomin palletta til að leika sér með fyrir mikla augnförðun,“ segir Björg sem mælir með því að nota Heavy Metal glimmereyeliner frá Urban Decay með litapallettunni. Hún segir að þessi glimmer-eyeliner keyri upp stuð og stemningu.

„Mikill, svartur markari setur punktinn yfir augnförðunina. Hypnose drama frá Lancôme gefur augnhárunum mjög mikla fyllingu, þykkir og lengir. Þegar augnförðunin er dökk og kröftug finnst mér fallegt að vera með mildar varir á móti. Ég mæli því með 24/7 varablýantinum í litnum Naked frá Urban Decay. Hann er mildur, hlutlaus tónn sem passar við hvaða varalit sem er,“ segir hún. Hún mælir með því að setja varalitablýantinn yfir allar varirnar til þess að fá jafnari áferð og betri endingu. „VICE Gloss Plumper frá Urban Decay eru gloss sem gefa léttan lit, mikinn glans, næra varir og gera þær þrýstnari. Ég mæli hiklaust með þeim. Svona rétt í lokin minni ég á að innsigla förðunina með All Nighter Setting Spreyinu frá Urban Decay! Það kemur þér lengra þegar áramótateiti eru annars vegar,“ segir Björg. 

mbl.is