Berglind dýrkar Grænahrygg

Fjallganga | 30. júní 2022

Berglind dýrkar Grænahrygg

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir, mat­ar- og æv­in­týra­blogg­ari á Gotte­rí og ger­sem­ar, fór í dagsferð í Landmannalaugar að Grænahrygg. Hún hafði séð auglýsingar af dagsferðum þangað. Eftir að hafa séð síðan myndir frá fyrrum bekkjarsystur sinni var hún gapandi af undrun yfir þessari fegurð. Hún hafði ekki áður heyrt talað um Grænahrygg og ekki séð hann. Henni þótti það einkennilegt þar sem þetta er mögulega eitt það fallegasta náttúrundur sem hún hefur séð á lífsleiðinni. Hún ákvað að þetta væri eitthvað sem hún yrði að sjá í eigin persónu og fékk vinkonu sína til að koma með sér.

Berglind dýrkar Grænahrygg

Fjallganga | 30. júní 2022

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir, mat­ar- og æv­in­týra­blogg­ari á Gotte­rí og ger­sem­ar, fór í dagsferð í Landmannalaugar að Grænahrygg. Hún hafði séð auglýsingar af dagsferðum þangað. Eftir að hafa séð síðan myndir frá fyrrum bekkjarsystur sinni var hún gapandi af undrun yfir þessari fegurð. Hún hafði ekki áður heyrt talað um Grænahrygg og ekki séð hann. Henni þótti það einkennilegt þar sem þetta er mögulega eitt það fallegasta náttúrundur sem hún hefur séð á lífsleiðinni. Hún ákvað að þetta væri eitthvað sem hún yrði að sjá í eigin persónu og fékk vinkonu sína til að koma með sér.

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir, mat­ar- og æv­in­týra­blogg­ari á Gotte­rí og ger­sem­ar, fór í dagsferð í Landmannalaugar að Grænahrygg. Hún hafði séð auglýsingar af dagsferðum þangað. Eftir að hafa séð síðan myndir frá fyrrum bekkjarsystur sinni var hún gapandi af undrun yfir þessari fegurð. Hún hafði ekki áður heyrt talað um Grænahrygg og ekki séð hann. Henni þótti það einkennilegt þar sem þetta er mögulega eitt það fallegasta náttúrundur sem hún hefur séð á lífsleiðinni. Hún ákvað að þetta væri eitthvað sem hún yrði að sjá í eigin persónu og fékk vinkonu sína til að koma með sér.

Bergið í Grænagili og Grænahrygg er gler-túff og græni liturinn …
Bergið í Grænagili og Grænahrygg er gler-túff og græni liturinn stafar af dálitlu tvígildu járni í glerinu. Ljósmynd/BerglindHreiðarsdóttir

„Um miðjan dag á laugardegi náði ég að fá Írisi Thelmu vinkonu til að hoppa með mér á vagninn og við skráðum okkur í göngu frá 07:00-22:00 daginn eftir. Við stukkum í búð, keyptum tilbúna pastabakka, flatkökur og annað snarl fyrir ferðina og tíndum saman göngudótið. Eftir að hafa sofið nokkra klukkutíma hittum við skemmtilegan hóp og frábæra leiðsögumenn á vegum Fjallhalla,“ segir Berglind.

Ljósmynd/BerglindHreiðarsdóttir

„Við keyrðum í þoku og sudda niður Kambana og austur eftir. Eina sem við vonuðumst til var að himininn myndi tæta þetta af sér þegar liði á daginn því það er svo gaman að fá gott útsýni í svona göngum. Þegar við nálguðumst Hrauneyjar keyrðum við hreinlega upp úr þokusuddanum í heiðbláan himinn og töluvert hærra hitastig en við áttum von á. Þetta var algjört draumaveður og meira en helmingurinn af aukafatnaðinum var skilinn eftir í rútunni áður en við lögðum af stað,“ segir Berglind. 

Berglind ásamt vinkonu sinni Írisi Thelmu
Berglind ásamt vinkonu sinni Írisi Thelmu Ljósmyndari/BerglindHreiðarsdóttir

„Við keyrðum framhjá skálasvæðinu í Landmannalaugum og aðeins innar áður en við lögðum af stað inn Halldórsgil. Næst þveruðum við Sveinsgil sem annars liggur upp að Torfajökli og gengum þá að Kanilhrygg og Grænahrygg. Þegar að Grænahrygg var komið óðum við Jökulgilskvíslina til þess að komast alveg að þessari perlu og tókum nestispásu. Við höfðum frjálsan tíma og við vorum nokkrar sem gengum upp með hryggnum vinstra megin til að fá magnað útsýni yfir Landmannalaugar. Á bakaleiðinni fórum við síðan Jökulgilið tilbaka og óðum Jökulgilskvíslina að minnsta kosti 10 x í nokkurra manna keðjum, stundum bara upp að hnjám en stundum töluvert lengra. Gangan var í heildina um 17 kílómetrar,“ segir Berglind.

Ljósmyndari/BerglindHreiðarsdóttir

„Þegar búið er að þvera Sveinsgilið og ganga áleiðis blasir þessi dásemd við, alltaf nær og nær. Kanelhryggur þarna fyrir framan og Grænihryggur fyrir aftan. Þetta er alveg magnað, ég grínaðist með það að þetta væri eins og blágræn risaeðla eða risaslanga sem lægi þarna í fjallinu,“ segir Berglind þegar hún lýsir hryggnum.

Hjálpast að við að vaða
Hjálpast að við að vaða Ljósmynd/BerglindHreiðarsdóttir

Þetta er löng ganga og Berglind mælir með að hafa afþreyingu meðferðis í eyrun.

„Gott er að hafa með sér góða vaðskó í ferð sem þessa. Ég tók þessum leiðbeiningum mjög bókstaflega (eins og margir aðrir í ferðinni) og tók strandvaðskó í verkefnið. Við gengum hins vegar það oft yfir Jökulgilskvíslina að mun betra hefði verið að hafa bara létta íþróttaskó og aukasokka til að vaða í svo ég mæli með því fyrir ykkur sem eigið þessa dásemd eftir. Já og fyrir sjálfa mig þegar ég fer næst,“ segir hún spennt fyrir næsta ferðalagi.

Ljósmynd/BerglindHreiðarsdóttir
mbl.is