5 einbýlishús á undir 30 milljónum

Heimili | 22. apríl 2023

5 einbýlishús á undir 30 milljónum

Það er draumur margra að eignast einbýlishús. Sá draumur þarf þó ekki endilega að vera svo dýrkeyptur, en á fasteignavef mbl.is má finna nokkur einbýlishús á undir 30 milljónum. Húsin eru í mis góðu ástandi en eiga það þó öll sameiginlegt að vera staðsett í fallegu umhverfi og mörg þeirra eru með stórbrotnu útsýni.

5 einbýlishús á undir 30 milljónum

Heimili | 22. apríl 2023

Dreymir þig um einbýlishús?
Dreymir þig um einbýlishús? Samsett mynd

Það er draumur margra að eignast einbýlishús. Sá draumur þarf þó ekki endilega að vera svo dýrkeyptur, en á fasteignavef mbl.is má finna nokkur einbýlishús á undir 30 milljónum. Húsin eru í mis góðu ástandi en eiga það þó öll sameiginlegt að vera staðsett í fallegu umhverfi og mörg þeirra eru með stórbrotnu útsýni.

Það er draumur margra að eignast einbýlishús. Sá draumur þarf þó ekki endilega að vera svo dýrkeyptur, en á fasteignavef mbl.is má finna nokkur einbýlishús á undir 30 milljónum. Húsin eru í mis góðu ástandi en eiga það þó öll sameiginlegt að vera staðsett í fallegu umhverfi og mörg þeirra eru með stórbrotnu útsýni.

Kolbeinsgata 24

Á Vopnafirði er að finna reisulegt einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er 184 fm að stærð og var byggt árið 1982. Það státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 28,5 milljónir.

Af fasteignavef mbl.is: Kolbeinsgata 24

Það er einstaklega fallegt útsýnið frá húsinu.
Það er einstaklega fallegt útsýnið frá húsinu. Samsett mynd

Hafnargata 14

Á Rifi í Snæfellsbæ er að finna sjarmerandi einbýlishús á einni hæð. Húsið er 55 fm að stærð og var reist árið 1974, en það hefur verið töluvert endurnýjað. Í húsinu er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi, en ásett verð er 29,9 milljónir.

Af fasteignavef mbl.is: Hafnargata 14

Húsið stendur á 445 fm lóð.
Húsið stendur á 445 fm lóð. Samsett mynd

Fjarðarbraut 50

Á Stöðvafirði er að finna krúttlegt 71 fm einbýlishús með stórkostlegu útsýni yfir fjörðinn. Húsið var reist árið 1944 og þarfnast viðhalds og endurbóta, en alls eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 19,8 milljónir.

Af fasteignavef mbl.is: Fjarðarbraut 50

Útsýnið er ekki af verri gerðinni.
Útsýnið er ekki af verri gerðinni. Samsett mynd

Hólavegur 6

Á Siglufirði er að finna bárujárnsklætt einbýlishús á tveimur hæðum með fallegu útsýni yfir bæinn. Húsið er 117 fm að stærð og var reist árið 1934. Ásett verð er 21,9 milljónir.

Af fasteignavef mbl.is: Hólavegur 6

Eignin er á tveimur hæðum á fallegum stað á Siglufirði.
Eignin er á tveimur hæðum á fallegum stað á Siglufirði. Samsett mynd

Grundarbraut 20

Á Ólafsvík er að finna 109 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið var byggt árið 1948 og státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 29,8 milljónir.

Af fasteignavef mbl.is: Grundarbraut 20 

Húsið var reist árið 1948.
Húsið var reist árið 1948. Samsett mynd
mbl.is