5 bestu fjölskylduhótelin á Majorka

Spánn | 20. júní 2023

5 bestu fjölskylduhótelin á Majorka

Majorka hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Spánar lengi, enda býr eyjan yfir einstakri náttúrufegurð, áhugaverðri sögu, skemmtilegri menningu, gómsætri matarsenu og nóg af skemmtigörðum og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. 

5 bestu fjölskylduhótelin á Majorka

Spánn | 20. júní 2023

Á Majorka er úrval af fallegum hótelum sem ættu að …
Á Majorka er úrval af fallegum hótelum sem ættu að hitta beint í mark hjá ferðalöngum á öllum aldri. Samsett mynd

Majorka hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Spánar lengi, enda býr eyjan yfir einstakri náttúrufegurð, áhugaverðri sögu, skemmtilegri menningu, gómsætri matarsenu og nóg af skemmtigörðum og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. 

Majorka hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Spánar lengi, enda býr eyjan yfir einstakri náttúrufegurð, áhugaverðri sögu, skemmtilegri menningu, gómsætri matarsenu og nóg af skemmtigörðum og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. 

Það má því segja að eyjan sé hönnuð til að henta öllum aldurshópum, en það sama má segja um eftirfarandi fimm hótel sem þykja henta sérlega vel fyrir fjölskyldur sem vilja upplifa blöndu af ævintýrum og slökun. 

Son Brull

Hótelið er umkringt einstakri náttúrufegurð, vínökrum, ólífutrjám og görðum. Það hentar vel fyrir alla aldurshópa og er hin fullkomni áfangastaður fyrir náttúruunnendur í leit að lúxusupplifun. Það er nóg af ævintýralegri afþreyingu í boði á svæðinu, allt frá tennisvöllum og fjallaklifri yfir í vínsmökkun í Can Vidalet bodega. 

Á hótelinu er glæsileg sundlaug og töfrandi heilsulind.
Á hótelinu er glæsileg sundlaug og töfrandi heilsulind. Ljósmynd/Booking.com

Iberostar Cala Domingos

Hótelið er staðsett á suðurströnd Majorka og býður upp á endalaust af afþreyingu fyrir börn og ungmenni á aldrinum fjögurra til 17 ára. Það eru þrjár sundlaugar á hótelinu, þar á meðal ein sem er sérstaklega hönnuð fyrir yngri kynslóðina með rennibrautum. 

Hótelið er fjölskylduvænt og hentar sérstaklega vel fyrir fólk með …
Hótelið er fjölskylduvænt og hentar sérstaklega vel fyrir fólk með börn á aldrinum 4 til 17 ára. Ljósmynd/Booking.com

La Residencia, A Belmond Hotel

Hótelið er staðsett í þorpinu Deia sem er í sérstöku uppáhaldi meðal listamanna, rithöfunda og tónlistarmanna nær og fjær. La Residencia er sannkölluð paradís fyrir listaunnendur, en það er gallerí á hótelinu og býður upp á málara-, teikni- og skúlptúrnámskeið fyrir yngri gestina.

Á hótelinu er krakkaklúbbur sem býður upp á borðtennis, hálsmenagerð …
Á hótelinu er krakkaklúbbur sem býður upp á borðtennis, hálsmenagerð og smákökukennslu svo eitthvað sé nefnt. Ljósmynd/Booking.com

Jumeirah Port Soller

Frá hótelinu er glæsilegt og víðáttumikið útsýni sem ætti að falla vel í kramið hjá gestum á öllum aldri. Þá er krakkaklúbbur fyrir minnstu gestina með skemmtilega dagskrá yfir daginn og glæsileg heilsurækt fyrir þá sem vilja fyrsta flokks afslöppun. Á hótelinu er einnig boðið upp á leirnámskeið fyrir börn og foreldra.

Hótelið er umkringt einstakri náttúru og býður gestum sínum upp …
Hótelið er umkringt einstakri náttúru og býður gestum sínum upp á stórkostlegt útsýni. Ljósmynd/Booking.com

Zafiro Palace Alcudia

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hafa ofan af fyrir börnunum á þessu hóteli, en þar er ekki bara einn krakkaklúbbur heldur þrír. Þar að auki er hótelið staðsett á Alcudia svæðinu sem þykir sérlega fjölskylduvænt. 

Það er nóg af sundlaugum og afþreyingu á hótelinu.
Það er nóg af sundlaugum og afþreyingu á hótelinu. Ljósmynd/Booking.com
mbl.is