Þjóðverjar byrja að slaka á samkomubanni

AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag fyrstu skrefin í afléttingu samkomubanns í landinu, en til stendur að hægt verði að opna smærri verslanir á næstu dögum uppfylli þær skilyrði um smitvarnir. Skólar verða hins vegar lokaðir til 4. maí. Þegar þeir verða opnaðir verður það gert í skrefum, en lögð verður áhersla á að nemendur sem þurfa að ljúka prófum njóti forgangs. AFP-fréttastofan greinir frá.

Þá verða fjöldasamkomur og stærri viðburðir bannaðir fram til 31. ágúst til að að reyna að koma í veg fyrir að upp komi fjöldasmit af kórónuveirunni.

Merkel hvatti jafnframt alla til að nota andlitsgrímur til að hylja vit sín í almenningssamgöngum og verslunum, sérstaklega nú þegar aflétta ætti ströngustu aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert