Pentagon rannsakar fyrirmæli Pútíns

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon. AFP

Bandarískir embættismenn kölluðu skipun Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, um að virkja kjarnavopnasveitir sínar, „hættulega“ en sögðust ekki hafa séð neinar vísbendingar um breytingar á hernaðarógn landsins.

Embættismenn hjá utanríkis- og varnarmálaráðuneytum Bandaríkjanna munu enn vera að reyna að komast að því til hvaða aðgerða væri gripið til að bregðast við fyrirskipun Pútíns, um að hersveitir Rússa sem sjá um fælingarvopn skuli vera í viðbragðsstöðu.

Undir slík vopn flokkast meðal annars kjarnavopn.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði á blaðamannafundi að Rússland og Bandaríkin hefðu lengi verið sammála um að notkun kjarnavopna myndi hafa hrikalegar afleiðingar. Ekki sé hægt að vinna kjarnorkustríð og aldrei megi há slíkt stríð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert