Kaupi rússneska olíu með „blóðpeningum“

Volodymír Selenskí, for­seti Úkraínu.
Volodymír Selenskí, for­seti Úkraínu. AFP

Volodymír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sakað ríki Evrópu sem hafa haldið áfram innflutning á rússneskri olíu um að „þéna pening sinni á annarra manna blóði“.

Í viðtali við BBC sakaði forsetinn Þýskaland og Ungverjaland sérstaklega um að koma í veg fyrir tilraunir til þess að stöðva innflutning á rússneskum orkugjöfum. 

„Sumir vina okkar og félaga skilja að tíðin sé önnur, að þetta er ekki lengur spurning um viðskipta og peninga,“ sagði Selenskí, sem ítrekaði ákall sitt eftir því að vopn verði send til Úkraínu þar sem birgðir séu á þrotum. 

„Bandaríkin, Bretland, sum ríki Evrópu – þau eru að reyna að hjálpa. En við þurfum að fá hjálpina fyrr, fyrr og hraðar. Lykilorðið er núna,“ sagði forsetinn. 

Hersveitir Rússlands hafa á síðustu vikum hörfað frá Kænugarði og fleiri borgum og bæjum í norðurhluta og fyrir miðju landsins. Á sama tíma hefur aukinn þungi verið lagður á hernaðaraðgerðir Rússa í suður- og austurhluta landsins þar sem átök hafa verið blóðug og mannfall mikið, sér í lagi í Maríupol. 

Selenskí segir við BBC að hann telji tugþúsundir hafa tapað lífinu í Maríupol. 

„Við höfum upplýsingar um að auk tugþúsunda látinna sé margra saknað. Við vitum að þetta fólk hefur fengið rússnesk vegabréf og það tekið langt inn til Rússlands, sumt til borga, sumt í fangabúðir. Engin veit hvað hefur orðið að þessu fólki. Engin veit hve margir hafa verið drepnir,“ sagði forsetinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka