Landvernd ekki tekið afstöðu til allra nýtingarkosta

„Landvernd er alltaf að endurskoða afstöðu sína til alls þess sem fram kemur hverju sinni,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar spurð út í nýtingarflokk rammaáætlunar.

Hún ítrekar þó að Landvernd sé alfarið á móti Hvammsvirkjun sem hún segir vondan virkjunarkost. Björg Eva er gestur Stefáns Einars í Spursmálum þar sem hún mætir til leiks ásamt Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins.

En aðrar virkjanir í nýtingarflokki?

„Nefndu.“

Bara þær sem eru listaðar þar upp, þetta eru allnokkrir virkjanakostir. Eru einhverjir kostir þarna sem Landvernd gæti fellt sig við?

 

 

„Sko, við erum ekki búin að taka afstöðu til þeirra allra. Við erum búin að taka afstöðu til Hvammsvirkjunar og þið vitið hver hún er [...]“

En þið fellið ykkur ekki við allar virkjanirnar sem eru i nýtingarflokki.

„Nei við gerum það ekki.“

Hvaða virkjunarkostir eru það þá, ef þið eruð sammála því að það þurfi að virkja til þess að tryggja lífsgæði til frambúðar, hvaða kosti höfum við, því við erum að einhverju leyti að leita að sameiginlegum grunni í þessu samtali.

„Já og hann erum við búin að finna í sambandi við byggðalínuna, dreifikerfið, orkusparnaðinn og að það sé beinlínis verið að fleygja orku núna, bæði út af verðlagningu en líka út af flutningskerfinu og almennri sóun. Við viljum bara byrja þar, svo viljum við vita um þessi gagnaver. Við viljum vita hvað er mikið að fara í rafmyntagröftinn sem allir segja að þeir vilji ekki hafa.“

Viðtalið við Björgu Evru og Sigríði Mogensen má sjá í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka