Sænska blaðakonan Kim Wall myrt

Kafbátur Madsen eyðilagður

22.12. Kafbátur danska uppfinningamannsins Peter Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið fargað. Báturinn var tekinn í sundur fyrir skömmu og brotunum fargað. Frá þessu greinir Brian Belling hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Danska ríkisútvarpið. Meira »

Ævisaga Kim Wall

12.11. Foreldrar sænsku blaðakonunnar Kim Wall, sem var myrt á hrottalegan hátt af danska uppfinningamanninum Peter Madsen, hafa skrifað bók um líf og störf dóttur sinnar. Meira »

Madsen áfrýjar ekki til Hæstaréttar

8.10. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem fékk lífstíðardóm fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, mun ekki áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Lögmaður hans staðfesti þetta í dag. Meira »

Lífstíðardómur yfir Madsen staðfestur

26.9. Yfirréttur í Kaupmannahöfn staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að Peter Madsen sæti lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Meira »

Dómur yfir Madsen í dag

26.9. Dómur verður kveðinn upp í yfirrétti í Kaupmannahafnar í dag yfir Peter Madsen sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í héraðsdómi í apríl fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Madsen áfrýjaði dómnum og fer lögmaður hans fram á refsilækkun. Meira »

Dómari í máli Madsens féll í yfirlið

14.9. Réttarhöld við áfrýjunardómstól í Danmörku í máli Peters Madsens var frestað í dag eftir að dómari féll í yfirlið.  Meira »

Madsen vill styttri fangelsisdóm

5.9. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem sakfelldur var í héraði fyrr á árinu fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sem hann hafði smíðað, vonast til þess að fangelsisdómur hans verði styttur í kjölfar þess að mál hans verður tekið fyrir í yfirrétti Kaupmannahafnar í dag. Meira »

Minning Kim Wall mun lifa

10.8. „Eftir tíu ár vona ég að fáir muni hver Peter Madsen var. Á hinn bóginn mun Kim lifa með okkur.“ Þetta segir Ingrid Wall, móðir sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Meira »

Réðst á Madsen í fangelsinu

10.8. Átján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á morðingjann Peter Madsen í Storstrøm-fangelsinu í Danmörku þar sem þeir afplána báðir dóm. Meira »

Mál Madsens tekið fyrir í september

15.5. Mál danska uppfinningamannsins Peters Madsen, sem sakfelldur var í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í Danmörku 25. apríl fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, verður tekið fyrir í yfirrétti í borginni í september en hann hefur áfrýjað málinu. Meira »

Madsen áfrýjar lengd dómsins

7.5. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt blaðamanninn Kim Wall, hefur áfrýjað lengd dómsins. Meira »

Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi

25.4. Uppfinningamaðurinn Peter Madsen er sekur um morðið á Kim Wall og var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi.   Meira »

Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

23.4.2018 Dómur verður kveðinn upp í Danmörku á miðvikudaginn yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbátnum Nautilusi, sem hann smíðaði, í ágúst á síðasta ári. Meira »

Madsen: Mér finnst þetta miður

23.4.2018 „Mér finnst mjög, mjög leiðinlegt að þetta hafi gerst,“ voru lokaorð danska uppfinningamannsins Peter Madsen, við réttarhöldin yfir honum í dag. Meira »

Madsen er „sjúklegur lygari“

23.4.2018 Geðlæknar sem gerðu mat á geðheilsu danska uppfinningamannsins Peter Madsen segja hann mjög ótrúverðugan. Hann sýni litlar tilfinningar nema þegar komi að eigin lífi og fyrrverandi eiginkonu sinni. „Ég held að ég hafi aldrei heyrt neitt jafnótrúverðugt í starfi mínu sem saksóknari.“ Meira »

Ég ætla að binda þig fasta í Nautilusi

28.3.2018 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen sendi eiginkonu sinni sms-skilaboð undir miðnætti kvöldið sem sænska blaðakonan Kim Wall lést, þar sem hann sagðist vera í ævintýraferð á kafbátinum með stjörnuskin á haffletinum. Þetta er meðal þess sem fram kom í yfirheyrslum yfir Madsen nú í morgun. Meira »

Bauð annarri konu í kafbátinn

27.3.2018 Tveimur dögum áður en Peter Madsen bauð sænsku blaðakonunni Kim Wall með sér í ferð í kafbátnum Nautilus sendi hann annarri konu skilaboð og bauð henni um borð. Fleiri konur sem borið hafa vitni við réttarhöldin yfir Madsen í dag segja sömu sögu. Meira »

Madsen talaði um að gera „snuff“ mynd

26.3.2018 Peter Madsen ræddi við konu hugmyndir sínar um að búa til svo nefnda „snuff“ kvikmynd í kafbátinum. Þetta kom fram í máli eins vitnisins sem yfirheyrt var í réttarhöldunum gegn danska uppfinningamanninum í morgun. Meira »

Mögulega á lífi er hún var stungin

22.3.2018 Sænska blaðakonan Kim Wall var mögulega enn á lífi er hún hlaut stungusár á kynfærasvæðið. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Cristina Jacobsen við réttarhöldin yfir Peter Madsen í morgun. Rannsakendum hefur ekki tekist á ákvarða dánarorsök Wall. Meira »

Hlýða á réttarmeinafræðinga í máli Madsen

22.3.2018 Réttarhöld í máli danska uppfinningamannsins Peter Madsen halda áfram í dag og mun langur listi vitna koma fyrir dóminn á þessum þriðja degi réttarhaldanna. Saksóknarinn Jakob Buch-Jepsen mun í dag m.a. hlýða á vitnisbruð réttarmeinafræðinga sem komu að rannsókninni á morði sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Meira »

Brást reglulega illa við spurningum

21.3.2018 Réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanningum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, er lokið í dag en þau halda áfram á morgun. Gert er ráð fyrir því að dómur falli í málinu 25. apríl. Meira »

„Mjög skrítið að gera svona lagað“

21.3.2018 Réttarhöld yfir danska uppfinningarmanninum Peter Madsen héldu áfram í Kaupmannahöfn í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbát sem hann smíðaði og sundurlimað lík hennar. Madsen neitar því að hafa myrt Wall en viðurkennir að hafa sundurlimað líkið. Meira »

Madsen gefur skýrslu

21.3.2018 Skýrslutaka yfir Peter Madsen, sem sakaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, eru hafnar í réttarsalnum í Kaupmannahöfn. Meira »

Segir að Wall hafi kafnað í kafbátnum

8.3.2018 Peter Madsen sagði fyrir dómi í Kaupmannahöfn nú fyrir stundu að Kim Wall hefði kafnað í kafbátnum hjá honum í ágúst síðastliðnum. Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt Wall en hann segist hafa verið að laga mótorinn þegar hún kafnaði. Meira »

Óvíst hvort Madsen tjáir sig við réttinn

8.3.2018 „Þið eigið að gleyma öllu sem hefur komið fram í málinu hingað til,“ sagði Bet­ina Hald Eng­mark, verjandi Peter Madsen, þegar hún hóf sinn málflutning. Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt Kim Wall en Engmark sagði að það eina sem skipti máli væri það sem hún segði. Meira »

Leitaði að hengingum og sársauka

8.3.2018 Jakob Buch-Jep­sen sak­sókn­ari segir að það sé ekki alveg ljóst hvernig Kim Wall dó. Ljóst er að höfuð hennar var höggvið af búknum en sönnunargögn benda einnig til þess að hún hafi verið kyrkt. Meira »

Foreldrar Wall eru í réttarsalnum

8.3.2018 Peter Madsen neitar því að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbát hans í ágúst í fyrra. Réttarhöld yfir Madsen hófust í Kaupmannahöfn í morgun. Madsen játar fyrir dómi að hafa sagað útlimi af Wall en neitar því að hafa beitt blaðakon­una grófu kyn­ferðis­legu of­beldi. Meira »

Réttarhöldin yfir Madsen hafin

8.3.2018 Réttarhöldin yfir Peter Madsen, manninum sem er ákærður fyrir að hafa myrt og aflimað sænsku blaðakonuna Kim Wall, eru hafin í Kaupmannahöfn. Meira »

Réttarhöldin yfir Madsen hefjast á morgun

7.3.2018 Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt og aflimað sænsku blaðakonuna Kim Wall, hefjast í Kaupmannahöfn í fyrramálið. Meira »

Enn óvíst með dánarorsök Wall

6.3.2018 Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem er ákærður fyrir að hafa myrt og aflimað sænsku blaðakonuna Kim Wall, hefjast í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Enn er ekki vitað um dánarorsök né heldur tilefni morðsins. Meira »