Sænska blaðakonan Kim Wall myrt

Misþyrmdi Wall og batt hana

23.1. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir að hafa misþyrmt og bundið sænsku blaðakonuna Kim Wall áður en hann myrti hana. Þetta kemur fram í ákæruskjölum sem danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur undir höndum. Meira »

Madsen ákærður fyrir morð

16.1. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að myrða sænska blaðamanninn Kim Wall. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana í ágúst á síðasta ári á meðan þau voru í ferð á kafbáti sem hann smíðaði. Meira »

Fundu annan handlegg í Kø­ge-flóa

29.11. Lög­regla í Kaup­manna­höfn fann annan hand­legg á hafs­botni í Kø­ge-flóa fyr­ir utan Kaup­manna­höfn í dag. Í síðust viku fannst handleggur á svipuðum slóðum. Báðir handleggirnir voru þyngdir með svipuðum hætti og telur aðstoðarlögreglustjóri þá tengjast hvarfi blaðakonunnar Kim Wall. Meira »

Kim Wall: Sú sem vildi segja frá

26.11. Að kvöldi 10. ágúst fór sænski blaðamaðurinn Kim Wall ofan í kafbát í eigu uppfinningamannsins Peters Madsens við höfnina í Kaupmannahöfn. Skömmu síðar sást hún standa upp úr lúgu bátsins úti á sjó. Nokkrum tímum síðar var hún látin. Meira »

Fundu handlegg í Køgeflóa

21.11. Lögregla í Kaupmannahöfn fann handlegg á hafsbotni í Køgeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn í dag. Handleggurinn fannst á því svæði þar sem talið er að kafbátur danska uppfinningamannsins Peter Madsen hafi siglt áður en honum var sökkt. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa myrt Kim Wall. Meira »

Hefur ekki sagt hvernig Kim Wall dó

1.11. Lögfræðingur Peters Madsens, sem kærður hefur verið fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, segir dönsku lögregluna hafa rangtúlkað orð hans. Lögregla sendi á mánudag frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Madsen hafi sagt Wall hafa látist úr kolmónoxíðeitrun er hann var sjálfur í turni kafbátsins. Meira »

Játar að hafa bútað lík Kim Wall í sundur

30.10. Peter Madsen hefur játað að hann hafi farið ósæmilega með lík. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn en nánar verður greint frá framvindu málsins á blaðamannafundi síðar í dag. Meira »

Fundu sög í Køge-flóa

12.10. Kafarar dönsku lögreglunnar hafa fundið sög á svipum slóðum og kafbátur Peter Madsen, UC3 Nautilus, sigldi í Køge-flóa 11. ágúst. Sænska blaðakonan Kim Wall var um borð en hún sást síðast á lífi þennan dag. Meira »

Stofna sjóð í minningu Wall

9.10. Sænskir líkhundar, sem þjálfaðir eru í leit á vatni, áttu þátt í því að danska lögreglan fann um helgina fætur og höfuð sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Þá áttu sérfræðingar í hafstraumum við Árósaháskóla einnig þátt í fundinum að sögn Jens Møller Jensen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar. Meira »

Engin ummerki um höfuðhögg

7.10. Höfuð, fótleggir og fatnaður blaðakonunnar Kim Wall fannst í plastpoka í Køge-flóa í gær, föstudag. Pokarnir voru þyngdir með járnhlutum. Engir áverkar voru sýnilegir á höfði Wall. Meira »

Hafa fundið höfuð Kim Wall

7.10. Danska lögreglan greindi frá því á blaðamannfundi í morgun að höfuð sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefði fundist.   Meira »

Með morðmyndbönd í tölvunni

3.10. Danskur dómstóll úrskurðaði Peter Madsen, sem er sakaður um að hafa myrt sænska blaðamanninn Kim Wall um borð í heimatilbúnum kafbáti sínum í ágúst, í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en fyrri úrskurður rann út í dag. Meira »

Madsen synjað um lausn

8.9. Danskur áfrýjunardómstóll hafnaði beiðni Peter Madsen, sem er sakaður um að hafa myrt sænska blaðamanninn, Kim Wall, um borð í kafbáti sínum, um að vera látinn laus úr haldi. Madsen var á þriðjudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. október. Meira »

Í gæsluvarðhaldi næsta mánuðinn

5.9. Gæsluvarðhald yfir Peter Madsen, sem er grunaður um að hafa orðið blaðakonunni Kim Wall að bana, hefur verið framlengt til 3. október. Meira »

Wall fékk lúgu í höfuðið, segir Madsen

5.9. Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa ráðið blaðamanninum Kim Wall bana 10. ágúst sl., segist hafa verið í sjálfsvígssturlun þegar hann ákvað að sökkva kafbátnum Nautilus eftir að Wall lést af slysförum um borð. Hann neitar enn að hafa sundurlimað lík hennar. Meira »

Leita leyniklefa í kafbátnum

29.8. Tæknideild dönsku lögreglunnar grandskoðar nú kafbátinn UC3 Nautilus í tengslum við dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Leitar lögreglan leyniklefa um borð. Búnaður sem notaður er við leitina kemur frá dönsku skattstofunni, að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Neitar að hafa myrt Kim Wall

25.8. Peter Madsen, sem er grunaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, neitar að hafa myrt hana og aflimað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Meira »

Líkamshlutinn ekki af manneskju

24.8. Líkamshlutinn sem fannst í sjónum fyrir utan Falsterbo í Svíþjóð í dag er ekki af manneskju. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Sænsku lögreglunni barst tilkynning frá almennum borgara um hádegi í dag um að eitthvað sem virtist vera líkamshluti lægi þar í sjónum. Meira »

Fundu líkamshluta í sjónum við Falsterbo

24.8. Sænska lögreglan rannsakar nú fund á líkamshlutum í sjónum fyrir utan Falsterbo, eftir að tilkynning barst frá almennum borgara. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken, sem segir enn þó vera of snemmt að segja til um hvort fundurinn tengist dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Meira »

„Ég veit bara að hún heitir Kim“

24.8. „Það er í lagi með mig,“ sagði brosandi Peter Madsen við fréttamann dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eftir að hann kom í land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Meira »

Madsen verði ákærður fyrir morð

24.8. Danskur saksóknari ætlar að fara fram á að morðákæra verði lögð fram á hendur kafbátahönnuðinum Peter Madsen.  Meira »

Leita að fatnaði Kim Wall

24.8. Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar að fatnaði og skóm sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem og þeim líkamspörtum sem enn hafa ekki fundist. Móðir hennar tjáir sig um málið á Facebook og þá sorg sem foreldrar og systkini glíma við. Meira »

„Bölvunin er ég“

24.8. Sérvitur uppfinningamaður, ofsatækisfullur og skapljótur. Þannig hefur danska kafbátahönnuðinum Peter Madsen verið lýst. Starfsferill Madsen hefur ef marka má sögusagnir einkennst af misbrestum í starfi, geðsveiflum og vilja til að fara einn sínar leiðir. Meira »

Fjarstæðukennd atburðarás skýrist

23.8. Staðfest var í dag að líkið sem fannst á suðurströnd Amager í Kaupmannahöfn á mánudag, tilheyrir sænsku blaðakonunni Kim Wall. Lík hennar var þyngt með einhverskonar járnhlut, til að tryggja að það myndi sökkva á hafsbotn. Atburðarás síðustu tólf daga er fjarstæðukennd og hryllileg. Meira »

Blóð úr Kim Wall fannst í bátnum

23.8. Blóð úr sænsku blaðakonunni Kim Wall fannst í kafbátnum sem sökk daginn eftir að Wall hvarf 10. ágúst. Líkið af Wall fannst á mánudag skammt fyrir utan Amager. Líkið var aflimað en lífsýni hafa leitt í ljós að um líkamsleifar hennar er að ræða. Meira »

Líkið er af Kim Wall

23.8. Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að líkið sem fannst fyrir utan Amager í fyrradag sé af Kim Wall, sænsku blaðakonunni sem hafði verið saknað síðan 10. ágúst. Lífsýni úr líkinu, sem var aflimað, sanni að svo sé. Meira »

Útlimirnir vísvitandi skornir af

22.8. Höfuðið, hendurnar og fæturnir voru vísvitandi skorin af líkinu sem fannst við Amager-strönd í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Lengd búksins sem fannst í fjörunni kemur heim og saman við áætlaða lengd sænsku blaðakonunnar Kim Wall, að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Meira »

Von á fréttum síðdegis af líkinu

22.8. Lögreglan í Kaupmannahöfn á von á því að geta veitt frekari upplýsingar um líkið sem fannst í sjónum við Amager síðdegis. Ekki er vitað hvort þetta er lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem hefur verið saknað frá því 10. ágúst. Meira »

Fundu sundurlimað kvenmannslík

21.8. Danska lögreglan greindi frá því nú í kvöld að kvenmannslíkið sem hún fann úti fyrir Amager nú í kvöld sé sundurlimað. Bæði vanti höfuð, fætur og handleggi og því hafi ekki verið borin kennsl á hver konan sé. Lögregla segist ekki geta sagt að svo stöddu hvort þetta sé líkið af Kim Walls. Meira »

Er Kim Wall fundin?

21.8. Danska lögreglan fann nú síðdegis lík konu í Køge-flóa, þar sem hún hefur leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall. Frá þessu er greint á vef sænska dagblaðsins Expressen. Meira »