Fer með Karli og Kamillu til Skotlands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. september 2022

Fer með Karli og Kamillu til Skotlands

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, mun fylgja Karli III Bretakonungi og Kamillu drottningu til Skotlands síðar í dag. Þar mun konungurinn hitta Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, í fyrsta sinn eftir að hann tók við völdum. 

Fer með Karli og Kamillu til Skotlands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. september 2022

Karl III Bretakonungur og Liz Truss forsætisráðherra á sínum fyrsta …
Karl III Bretakonungur og Liz Truss forsætisráðherra á sínum fyrsta fundi. Truss mun fylgja honum til Skotlands og Norður-Írlands. AFP

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, mun fylgja Karli III Bretakonungi og Kamillu drottningu til Skotlands síðar í dag. Þar mun konungurinn hitta Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, í fyrsta sinn eftir að hann tók við völdum. 

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, mun fylgja Karli III Bretakonungi og Kamillu drottningu til Skotlands síðar í dag. Þar mun konungurinn hitta Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, í fyrsta sinn eftir að hann tók við völdum. 

„Það er ekki skylda hennar. En forsætisráðherrann telur að það sé mikilvægt að hún sé viðstödd táknræn augnablik um allt Bretland,“ sagði talsmaður Downingstræti í dag. 

Karl ávarpaði báðar þingdeildir breska þingsins í Westminster Hall nú í morgun. 

Karl í Westminster Hall í morgun.
Karl í Westminster Hall í morgun. AFP

Fyrirhugað er að þau Kamilla fljúgi svo til Edinborgar og Karl fari þar á fund Sturgeon og heimsæki skoska þingið. 

Síðdegis mun konungurinn svo fylgja kistu móður sinnar, Elísabetar II Bretadrottningar, frá Holyroodhouse-kastala þar sem hún hvílir nú, til St Giles dómkirkjunnar þar sem fram fer athöfn. 

Flestir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar verða viðstaddir athöfnina í dag. Að athöfn lokinni verður dómkirkjan opin fyrir almenning til klukkan 15 á morgun. 

Kistan til Lundúna en Karl til Belfast

Á morgun mun breski flugherinn fljúga með kistu drottningarinnar til Lundúna. Anna prinsessa verður sú eina úr fjölskyldunni sem mun fylgja móður sinni á þessu ferðalagi. Þaðan verður keyrt með kistuna til Buckinghamhallar og mun hún hvíla í Bow-herbergi hallarinnar. 

Konungurinn heldur í aðra átt en kista móður sinnar, nánar tiltekið til Belfast í Norður-Írlandi þar sem hann mun hitta stjórnmálaleiðtoga.

Truss mun fylgja honum til Belfast. Áður en konungurinn heldur til Lundúna fer hann í guðþjónustu í dómkirkju heilagrar Önnu. 

Útför drottningarinnar verður gerð frá Westminster Abbey eftir viku, hinn 19. september.

Anna prinsessa mun fylgja móður sinni til Lundúna á meðan …
Anna prinsessa mun fylgja móður sinni til Lundúna á meðan Karl heldur til Belfast. AFP
mbl.is