Fyrirmynd að lausn

Bakaðar voru vöfflur í húsi ríkissáttasemjara í tilefni af samningum …
Bakaðar voru vöfflur í húsi ríkissáttasemjara í tilefni af samningum Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn

„Það er ekki hægt að líta öðruvísi á en svo að SA sé búið að búa til nýja fyrirmynd,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um nýgerðan kjarasamning til þriggja ára sem Samtök atvinnulífsins gerðu í gær við fimm stéttarfélög starfsmanna járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.

Gylfi segir gott mál ef samningurinn verði gerður að fyrirmynd um lausn á vinnumarkaðinum. En hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum og aðgerðum SA gagnvart ASÍ; SA hafi hafnað þriggja ára samningi og snúist hugur þegar til stóð að ganga frá skammtímasamningi sl. föstudag. Nú semji SA um launakjör hjá Elkem og þá virðist sjávarútvegsmálið ekki lengur skipta neinu máli.

Í umfjöllun um samninginn í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hann marka tímamót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert