Ekki miklar væntingar

mbl.is

„Ég geri ekki miklar væntingar til fundarins í dag,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar launanefndar sveitarfélaga en sáttafundur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og viðsemjenda þeirra fer fram klukkan 13:30 í dag.

Inga Rún segir nefndina standa við niðurstöðu sína á útreikningum á kröfugerðinni, sérfræðingar hafi farið yfir þá og niðurstaðan sé óbreytt. „LSS hefur hins vegar neitað að kynna kostnaðarmat félagsins á kröfugerðinni.“

Samkvæmt útreikningum LN á launakerfum sveitarfélagann eru meðaldagvinnulaun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 252 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun þeirra 470 þúsund krónur.

Launanefndin telur sig bundna af stöðugleikasáttmálanum sem gerður var í fyrra, þar sem samþykkt var að hækka laun þeirra sem hefðu undir 200 þúsund krónur í dagvinnulaun á mánuði.

Náist ekki sátt á fundinum í dag mun boðað verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefjast í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert