Davíð lætur staðar numið

Davíð Svansson.
Davíð Svansson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Markvörðurinn snjalli, Davíð Svansson, ætlar að láta gott heita sem leikmaður og leggja markmannstreyjuna á hilluna margfrægu. Davíð staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær og segist ætla að eyða tímanum í annað.

Um nokkra hríð hafi blundað í honum að hætta og hafi hann til að mynda velt því fyrir sér fyrir ári en Davíð lék vel að vanda með Aftureldingu í vetur.

Davíð er hins vegar hvorki á förum frá Aftureldingu né að hverfa úr handboltanum því hann er þjálfari meistaraflokks kvenna. Hann mun nú einbeita sér að þjálfun.

„Ég er að þjálfa mikið og mikill tími sem fer í handboltann. Núorðið er metnaðurinn orðinn meiri fyrir þjálfuninni en spilamennskunni og ég hef því trú á að þar sé meiri framtíð fyrir mig,“ sagði Davíð við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert